Erlent

Kim Jong-un skoðaði snyrtivörur með sjaldséðri eiginkonu sinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, sést hér lengst til hægri á mynd.
Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, sést hér lengst til hægri á mynd. Vísir/afp
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heimsótti snyrtivöruverksmiðju í höfuðborg landsins, Pyongyang, fyrir skömmu. Með honum í för var eiginkona hans, Ri Sol-ju, sem sést afar sjaldan opinberlega. Heimsóknin var til umfjöllunar á ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu, KCNA, sem birti myndir úr henni í dag, sunnudag. BBC greinir frá. 

Faðir Kim Jong-un, Kim Jong-il, hemsótti verksmiðjuna fyrir 14 árum þegar hann gegndi enn embætti leiðtoga Norður-Kóreu. Verksmiðjan gekk nýlega í gegnum miklar endurbætur og virti Kim Jong-il herlegheitin fyrir sér ásamt eiginkonu sinni, Ri Sol-ju, og helstu ráðgjöfum.

Andrúmsloft á Kóreuskaga er eldfimt um þessar mundir vegna tíðra eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu-manna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis lýsti því yfir á sunnudag að ekki kæmi til greina að bandaríska ríkisstjórnin samþykkti kjarnorkuvæðingu Norður-Kóreu.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af leiðtoganum virða fyrir sér snyrtivörurnar, sem hann sagði í „heimsklassa.“

Kim Jong-un virtist ánægður með vörurnar.Vísir/AFP
Gott vöruúrval var í verksmiðjunni.Vísir/AFP
Leiðtoginn var kampakátur með heimsóknina.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Systir Kim Jong-un fær aukin völd

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×