Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2017 06:00 Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna hér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar eftir að liðið hafði unnið frábæran sigur á Kósóvó á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Draumur heillar þjóðar rættist á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar strákarnir okkar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögu Íslands. Um leið varð Ísland langfámennasta þjóð sögunnar til að eiga fulltrúa á stærsta sviði knattspyrnunnar. Sjálfsagt eru margir sem töldu aldrei raunhæft að þessi stund myndi aldrei renna upp en hún gerði það á blautu mánudagskvöldi í Laugardalnum í október. Og hún var engu lík. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru hetjur Íslands þetta kvöld en þeir tryggðu Íslandi 2-0 sigur gegn Kósóvó í lokaleik riðlakeppninnar. Þar með sigur í I-riðli og langþráðan farseðil á lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Eftir ótrúlegt sumar í Frakklandi í fyrra sýndu okkar menn að árangurinn var engin tilviljun, þvert á móti aðeins upphafið á vegferð sem enn sér ekki fyrir endann á.Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar í gær.Vísir/ErnirTaugarnar þandar Þolinmæði var nauðsynleg en á kvöldi þar sem taugar heillar þjóðar voru útþandar virtist það síður en svo auðvelt. En það kom í ljós að okkar menn voru líklega rólegustu mennirnir í Laugardalnum í gær. Ísinn brotnaði á 40. mínútu þegar Gylfi Þór sýndi enn og aftur snilli sýna og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak. Eins marks forysta var þó varla nóg til að leyfa sér að anda léttar. Þar til á 68. mínútu er Jóhann Berg skoraði annað mark Íslands, eftir stoðsendingu Gylfa. Fögnuðurinn var gríðarlegur og léttirinn ekki minni. Ísland hafði oft spilað betur en í þessum leik, en það skipti engu máli. Ísland hafði tekist hið ómögulega.Strákarnir fagna með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/EyþórSigurvegarinn Heimir Sigurvegari gærkvöldsins var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. Verkefni hans var ekki auðvelt. Eftir ótrúlega velgengni á EM í Frakklandi, þar sem Íslendingar urðu eftirlæti knattspyrnuheimsins og Lars Lagerbäck oftast þakkað sem arkitekt þeirrar velgengni, stóð Heimir einn eftir í brúnni og fékk í hendurnar stærsta verkefni sem nokkrum íslenskum þjálfara hefur verið falið – að koma liðinu í lokakeppni HM. Heimir naut auðvitað góðs af vinnu undanfarinna ára en það dylst engum að hann á fullan heiður skilinn fyrir afrekið. Hann naut auðvitað þess að vera með öflugt starfslið, frábæra leikmenn og lið sem býr yfir ótrúlegri liðsheild, vinnusemi og fórnfýsi. Sjálfsagt eru fáir sem þorðu að vona að þetta væri hægt en Heimir, hans starfslið og leikmennirnir, sýndu og sönnuðu að það var í góðu lagi að leyfa sér að dreyma stórt.Verðskuldaður árangur Því má ekki gleyma að árangurinn er verðskuldaður. Ísland vann einn sterkasta Evrópuriðil undankeppninnar og fer ekki til Rússlands sem farþegi, þvert á móti. Ísland fer til Rússlands sem litli risinn, liðið sem ekki nokkurt lið hefur efni á að vanmeta eða gera lítið úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira