Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39