Ekki spáð í að selja Kjarnahlut Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson. „Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
„Ég hef ekki leitt hugann að því,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, aðspurður hvort hann hyggist selja 5,69% hlut sinn í fjölmiðlinum Kjarnanum í nánustu framtíð. Ágúst Ólafur er einn sjö stærstu hluthafa Kjarnans en hann bendir á að hann hafi sagt sig úr stjórn Kjarnans þegar hann ákvað að fara í framboð. Hann eigi þó hlutinn áfram. Samfylkingin mælist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og virðist flokkurinn vera á siglingu og því líkur á að Ágúst Ólafur nái kjöri ef fram heldur sem horfir auk þess sem Samfylkingin kann að vera í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Aðspurður hvort hann muni selja hlut sinn nái hann kjöri segir hann það alveg geta komið til greina. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, hefur reynt að selja 1,6% hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni um langa hríð. Hann hefur látið hafa eftir sér að það sé óeðlilegt að þingmenn séu í eigendahópi fjölmiðla, sem eigi að veita þeim aðhald. „Það getur fullkomlega komið til greina en þarf bara að koma í ljós. Ég get alveg skilið það sjónarmið,“ segir Ágúst aðspurður um skoðun hans á málinu. Smári, sem kvaðst í samtali við DV í mars vera kominn með kaupanda að hlut sínum í Stundinni og bjóst við að klára söluna í sumar, er enn skráður fyrir hlutnum samkvæmt uppfærðri skráningu Fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira