Stefnir í miklar breytingar á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2017 06:00 Fylgi og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun. „Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Mér finnst stærstu tíðindin vera að það staðfestist hér áfram að tveir frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar á miðjunni eru á kveðja. En í staðinn koma tveir flokkar sem teljast frekar svona á hinum íhaldssama, þjóðernissinnaða væng. Það er Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor i stjórnmálafræði, um niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Eiríkur Bergmann bendir á að ef niðurstaðan gengur eftir þá verði feikileg breyting á flokkakerfinu í landinu og þeirri flóru flokka sem er á Alþingi. Samkvæmt niðurstöðunum myndi þingmönnum VG fjölga úr 10 í 21, eða um 11. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um fimm, þingmönnum Pírata myndi fækka um fjóra. Þá myndi þingmönnum Framsóknarflokksins fækka um þrjá og þingmönnum Samfylkingarinnar myndi fjölga um tvo.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Eyþór„Ég myndi segja að stjórnarmyndun væri feikiflókin í kjölfarið á þessu. Ekki síður en í fyrra,“ segir Eiríkur Bergmann. Augljósast væri að VG myndu reyna fyrst og myndu þá reyna stjórn með Samfylkingunni og Pírötum og hugsanlega Framsóknarflokki. „Þó ég myndi nú halda að miðað við þessa miklu flóru flokka inni á Alþingi, gangi þessi könnun eftir, að þá hljóti menn að fara að skoða kosti minnihlutastjórna,“ segir Eiríkur. „Hinum megin hryggjar yrði myndun stjórnar, held ég, svolítið flóknari þó að hún sé alls ekkert útilokuð heldur. Þrautalendingin gæti svo orðið samstjórn stóru flokkanna tveggja, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks,“ segir Eiríkur. Slík stjórn hlyti þó að verða algjört neyðarúrræði. „Það yrði ekki stjórn um miklar breytingar heldur bara um að halda í horfinu og rænir menn valkostinum um að geta skipt um stjórnarstefnu þegar hið leiðandi afl hvorum megin hryggjar starfar saman í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. AðferðafræðinHringt var í 1.322 manns þar til náðist í 804 samkvæmt lagskiptu úrtaki 10. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Tveir turnar í nýrri skoðanakönnun MMRMMR kannaði líka fylgi flokka dagana 6. til 11. október og birti niðurstöðurnar í gær. Samkvæmt þeim niðurstöðum er VG með 24,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5 prósent, Samfylkingin með 13 prósent og Miðflokkurinn með 10,7 prósent. Þá mælast Píratar með 10,5 prósent, Flokkur fólksins með 7,4 prósent og Framsóknarflokkurinn með 5,9 prósent. Björt framtíð mælist með 4,2 prósenta fylgi og Viðreisn með 3,6 prósent. Könnun MMR er framkvæmd á netinu og í úrtaki eru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 966 svöruðu spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira