Miðjan horfin Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. október 2017 07:00 Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum. Hverjar eru skýringar þess að jafnaðarmenn hafa tapað svona miklu fylgi alls staðar í Evrópu? Skýringuna má líklega að hluta rekja til þess að jafnaðarmannaflokkar hafa misst tengsl við fortíð sína og þann jarðveg sem þeir spruttu upp úr. Þá hefur sósíaldemókrötum mistekist að ræða efnislegt inntak ójöfnuðar. Þeir hafa sett stefnumál á oddinn sem varða ekki brýnustu aðkallandi hagsmunamál launafólks. Lítið fer fyrir umræðu um þá staðreynd að alþjóðleg stórfyrirtæki hafa lækkað framleiðslukostnað gríðarlega á undanförnum áratugum en aðeins skilað broti af gróðanum í vasa neytenda. Sósíaldemókratar á Íslandi hafa á ný tvístrast þvert yfir hið pólitíska svið þótt margir þeirra hafi fylkt sér um Vinstri græna. Þrátt fyrir róttæk stefnumál virðist VG hafa tekið við hlutverki stóra jafnaðarmannaflokksins þótt mikið fylgi við flokkinn sé líklega vísbending um að einstaka persónur og traust til þeirra sé farið að skipta meira máli en stefnumálin. Hér er að sjálfsögðu vísað til persónufylgis Katrínar Jakobsdóttur en enginn annar forystumaður stjórnmálaflokks nýtur jafn mikils trausts meðal almennings og hún. Samfylkingin virðist hafa endurheimt hluta af kjarnafylgi sínu. Fyrir alþingiskosningarnar 1995 tapaði Alþýðuflokkurinn talsverðu fylgi til klofningsframboðsins Þjóðvaka. Rétt fyrir kjördag náði flokkurinn þó að snúa við blaðinu og fékk 11,4 prósent og sjö þingmenn kjörna sem var kannski kjarnafylgi flokksins á þeim tíma. Gamla kratafylgið hefur að einhverju leyti skilað sér „heim“ til Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar þótt stuðningur við flokkinn sé bara brot af því sem hann var upp úr síðustu aldamótum. Það eru ekki bara jafnaðarmenn sem hafa tvístrast út um allt. Stór hluti miðjunnar í íslenskum stjórnmálum er horfinn. Miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum. Það er erfitt að segja hversu áhrifagjarnir kjósendur eru upp til hópa eða hversu óöruggir þeir eru með eigin sannfæringu. Eru margir kjósendur að yfirgefa miðjuna því hún hefur tapað trúverðugleika? Stökkva stuðningsmenn miðjuflokkanna frá borði því þeir hafa dalað í könnunum? Vera kann að margir vilji að þessu sinni ráðstafa atkvæði sínu til sterkra flokka og tengja nýleg framboð við óöryggi og óstöðugleika. Ef Björt framtíð og Viðreisn komast ekki yfir 5 prósenta þröskuldinn hverfur mikill mannauður af þingi. Framsóknarflokkurinn er líka í hættu. Ef til vill sjáum við núna með skýrum hætti ókosti 5 prósenta þröskuldsins sem innleiddur var með stjórnarskrárbreytingunum 1999. Hætt er við því að flokkar sem eiga 10-15 prósent í samanlögðu atkvæðamagni eigi enga fulltrúa á Alþingi eftir kosningar. Það er slæmt fyrir lýðræðið í landinu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum. Hverjar eru skýringar þess að jafnaðarmenn hafa tapað svona miklu fylgi alls staðar í Evrópu? Skýringuna má líklega að hluta rekja til þess að jafnaðarmannaflokkar hafa misst tengsl við fortíð sína og þann jarðveg sem þeir spruttu upp úr. Þá hefur sósíaldemókrötum mistekist að ræða efnislegt inntak ójöfnuðar. Þeir hafa sett stefnumál á oddinn sem varða ekki brýnustu aðkallandi hagsmunamál launafólks. Lítið fer fyrir umræðu um þá staðreynd að alþjóðleg stórfyrirtæki hafa lækkað framleiðslukostnað gríðarlega á undanförnum áratugum en aðeins skilað broti af gróðanum í vasa neytenda. Sósíaldemókratar á Íslandi hafa á ný tvístrast þvert yfir hið pólitíska svið þótt margir þeirra hafi fylkt sér um Vinstri græna. Þrátt fyrir róttæk stefnumál virðist VG hafa tekið við hlutverki stóra jafnaðarmannaflokksins þótt mikið fylgi við flokkinn sé líklega vísbending um að einstaka persónur og traust til þeirra sé farið að skipta meira máli en stefnumálin. Hér er að sjálfsögðu vísað til persónufylgis Katrínar Jakobsdóttur en enginn annar forystumaður stjórnmálaflokks nýtur jafn mikils trausts meðal almennings og hún. Samfylkingin virðist hafa endurheimt hluta af kjarnafylgi sínu. Fyrir alþingiskosningarnar 1995 tapaði Alþýðuflokkurinn talsverðu fylgi til klofningsframboðsins Þjóðvaka. Rétt fyrir kjördag náði flokkurinn þó að snúa við blaðinu og fékk 11,4 prósent og sjö þingmenn kjörna sem var kannski kjarnafylgi flokksins á þeim tíma. Gamla kratafylgið hefur að einhverju leyti skilað sér „heim“ til Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar þótt stuðningur við flokkinn sé bara brot af því sem hann var upp úr síðustu aldamótum. Það eru ekki bara jafnaðarmenn sem hafa tvístrast út um allt. Stór hluti miðjunnar í íslenskum stjórnmálum er horfinn. Miðað við skoðanakannanir síðustu daga og vikna eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum. Það er erfitt að segja hversu áhrifagjarnir kjósendur eru upp til hópa eða hversu óöruggir þeir eru með eigin sannfæringu. Eru margir kjósendur að yfirgefa miðjuna því hún hefur tapað trúverðugleika? Stökkva stuðningsmenn miðjuflokkanna frá borði því þeir hafa dalað í könnunum? Vera kann að margir vilji að þessu sinni ráðstafa atkvæði sínu til sterkra flokka og tengja nýleg framboð við óöryggi og óstöðugleika. Ef Björt framtíð og Viðreisn komast ekki yfir 5 prósenta þröskuldinn hverfur mikill mannauður af þingi. Framsóknarflokkurinn er líka í hættu. Ef til vill sjáum við núna með skýrum hætti ókosti 5 prósenta þröskuldsins sem innleiddur var með stjórnarskrárbreytingunum 1999. Hætt er við því að flokkar sem eiga 10-15 prósent í samanlögðu atkvæðamagni eigi enga fulltrúa á Alþingi eftir kosningar. Það er slæmt fyrir lýðræðið í landinu.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun