Fundu sög á hafsbotni sem kann að tengjast máli Madsen Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 08:28 Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37