Erlent

Bandaríkin munu draga sig úr UNESCO

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP
Bandaríkin munu draga sig úr Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þetta hefur AP eftir heimildarmönnum sínum.

Bandarísk stjórnvöld hættu að veita fé til stofnunarinnar árið 2011 þegar Palestína gerðist þar aðili. Hefur Bandaríkjastjórn ítrekað gagnrýnt stofnunina vegna samþykktra ályktana sem hún segir beinast sérstaklega að og eru andsnúnar Ísrael.

UNESCO er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna og er tilgangur hennar að vinna að því að stuðla að alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála.

UNESCO heldur utan um sérstaka Heimsminjaskrá sem er skrá yfir staði sem ætlað er að varðveita þar sem þeir þykja sérstaklega merkilegir frá menningarlegu eða náttúrufræðilegu sjónarmiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×