Bjarki Evrópumeistari: Ungur og hungraður og langar að halda áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 07:00 Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira