Rétt ákvörðun að slíta stjórnarsamstarfinu: „Við getum ekki verið hluti af frændhygli og sérhagsmunum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 22:56 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa aukið á heiðarleika í íslenskri pólitík. Vísir/Stöð2 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði að flokksmenn hefðu slitið stjórnarsamstarfinu vegna þess að þeir gátu ekki hugsað sér að vera „hluti af frændhygli og sérhagsmunum.“ Guðlaug Kristjánsdóttir var, ásamt fulltrúum flokkanna í Norðvesturkjördæmi, gestur Höskuldar Kára Schram í öðrum Kosningaþætti Stöðvar 2. Í þættinum var tekist á um stjórnarslitin en fulltrúarnir voru ekki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga. Guðlaug segist „dauðsjá“ eftir Björt Ólafsdóttur úr Umhverfisráðuneytinu og Óttari Proppé úr heilbrigðismálunum en hún segir að það sé til marks um hugrekki þeirra að kasta frá sér valdastólunum til að standa vörð um sín gildi. Aðspurð, segir Guðlaug að það hafi verið rétt ákvörðun að slíta samstarfinu. „Algjörlega, okkar ákvörðun kom í kjölfarið á framgöngu annarra.“ Hún segir ákvörðunina sýna fram á það að Björt framtíð sé flokkur sem standi við orð sín. „Við segjum það sem við meinum og gerum það sem við segjum. Við komum inn til að breyta.“Haraldur Benediktsson, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði flokkinn tilbúinn í kosningabaráttuna.Vísir/Stöð 2Haraldur Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er ekki sama sinnis. Aðspurður, segir Haraldur Sjálfstæðismenn ekki vera sáttir með aðdraganda kosninganna og tekur þannig mið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta stjórnarsamstarfinu án þess að ræða við stjórnarflokkana fyrst. „Nei, að sjálfsögðu ekki. Við vorum ekki á leið í kosningar. Við vorum rifin frá verkum sem við vorum rétt að hefja vinnu við,“ segir Haraldur. Hann segir þó að það sé enginn vandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara í kosningar og að kosningabaráttan sé nú þegar hafin.Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gönuhlaup Bjartrar framtíðar Ríkisstjórnin er búin að sitja í 8 mánuði, og má draga frá þessum tíma þinghlé og sumarleyfi. Var ríkisstjórnin því enn með stefnu sína og framkvæmdaáætlun á undirbúningsstigi. Með riftun Bjartrar framtíðar á stjórnarsamkomulaginu var þessi undirbúningur að litlu gerður; tapaður tími og vinna 20. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09