Mætti í íslensku landsliðstreyjunni og gaf síðan boltann á karlmennina í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2017 08:00 Halla Tómasdóttir. Mynd/ÍSÍ Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér. Ólympíuleikar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér.
Ólympíuleikar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira