„Það kraumaði dálítið í mér yfir því að Steingrímur hefði talað svona niður til mín“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2017 18:37 Björt Ólafsdóttir segir að ummæli Steingríms J. Sigfússonar í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins hafi verið út úr kortinu. Vísir/Anton „Já kemur ekki fram karl sem segir mig og Bjarta Framtíð aðeins standa á öxlum sínum og að ég sem umhverfis og auðlindaráðherra megi teljast heppin að hafa snætt af því gnægtarborði sem hann og Vinstri Græn hafa lagt fyrir mig. Fyrst þetta er svona auðvelt af hverju hafa Vinstri græn ekki friðað hjarta landsins fyrir löngu? þau höfðu fjögur ár í umhverfisráðuneytinu.“ Þetta skrifaði Björt Ólafsdóttir á Facebook í dag. Tilefni þess eru ummæli Steingríms J. Sigfússonar í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Þar Talaði Steingrímur um að allt miðhálendi Íslands ætti að verða þjóðgarður. Aðspurður um það hvort hann væri ánægður með starfandi umhverfisráðherra svaraði hann: „Jú, Björt má eiga það. Það er ánægjulegt fyrir hana að fá tækifæri til að skrifa undir stækkun friðlands í Þjórsárverum, sem við vorum auðvitað búin að berjast fyrir og koma áfram.“‘Sjá einnig: Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gertÚt úr kortinuBjört segir að hún hafi marga galla en einn af kostum sínum sé að hún komi hlutunum í verk. Sagði hún jafnframt að það sé það sem þurfi, ekki eintóma og innantóman fagurgala um mikilvægi grænnar framtíðar. „Það kraumaði dálítið í mér yfir því að Steingrímur hefði talað svona niður til mín. Mér fannst þau orð sem hann lét falla þarna um mig persónulega alveg út úr kortinu,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Að ég og við í Bjartri framtíð værum ekki neitt nema fyrir það að við værum að standa á öxlunum á honum og að hans sögn öðrum sönnum náttúruverndarsinnum. Fyrir það fyrsta er það ótrúlega hrokafull staðhæfing og í öðru lagi hefur hann ekki sýnt það með gjörðum þó að hann tali mikið um náttúruvernd, frekar í þveröfuga átt eins og til dæmis varðandi Bakka. Staðhæfingar bæði Steingríms, og auðvitað líka Katrínar, um að þetta teljist ekki vera stóriðja, sér hver heilvita Íslendingur í gegnum. Það sjá það allir að þetta er ekki rétt og ég furða mig á því að flokkar sem telji sig græna í rauninni haldi því enn statt og stöðugt fram að það hafi verið gott skref hjá þessum flokki að setja af stað mengandi stóriðju sem brennir kolum og skerðir lífsgæði íbúa.“Orðin innantómMargir hafa tekið undir með Björt varðandi ummæli Steingríms og deilt færslu hennar á samfélagsmiðlum í dag. „Fólk furðar sig á að femínistinn Steingrímur J. Sigfússon leyfi sér að tala svona. En ég verð samt alveg að viðurkenna það að þetta kemur mér ekkert svakalega á óvart, ég hef aldrei upplifað mikla hógværð frá þessum þingmanni,“ segir Björt. Hún segir einnig að hún hafi upplifað það á Alþingi að þó að flokkar kalli sig femíníska þá leyfi þeir sér að hugsa svona, orðin séu því innantóm. Aðspurð hvort hún hafi upplifað áður að karl gefi skyn að hún standi á öxlum sér svarar hún: „Þetta er sérstaklega vont í pólitíkinni en annars staðar í samfélaginu og í öðrum störfum hef ég ekki fundið mikið fyrir þessu. Það er smá kaldhæðnislegt því pólitíkin reynir mjög oft að hæla sér af því að hún sé svo jafnréttissinnuð. Í færslu sinni á Facebook talar Björt meðal annars um það að Bakki sé mengandi kolabrennandi stóriðja. „Hvernig í veröldinni geta VG splæst henni og olíuvinnslunni sem Steingrímur kvittaði kátur upp á, við kolefnahlutlaust Ísland 2040. Það skiptir minnstu hvað við stjórnmálamenn segjum. Það eru gjörðir okkar sem skilgreina okkur. Ég vona að kjósendur hafi það hugfast.“Kostaði mikla þrautseigju Björt segist hafa upplifað mjög sterk og jákvæð viðbrögð við að hún hafi náð þessu máli í gegn. „Fólki er létt að þetta hefur náðst í gegn. Það segir sig sjálft að það var ekki auðvelt að gera þetta, ef þetta hefði verið auðvelt þá hefði einhver verið búinn að gera þetta. Margir hafa beðið eftir þessu mjög lengi svo þetta er sannur heiður fyrir mig að hafa náð að færa íslensku þjóðinni að þetta svæði sé nú friðland, að það sé verndað til framtíðar og að við séum að stíga fyrsta skrefið í átt að búa til miðhálendisþjóðgarð.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún sé ósátt við að aðrir reyni að eigna sér heiðurinn að því sem hún hafi náð í gegn. „Það er í besta falli áhugavert að þurfa að sitja undir því að aðrir hampi sér yfir mínum verkum. Þetta hefur kostað mikla vinnu og mikla þrautseigju að stækka friðlandið í samstarfi við flokka sem eru ekki beint þekktir fyrir umhverfisvernd. Þetta hjarta landsins er orðið friðað og aðrir hafa bara ekki efni á því að taka kredit fyrir það, þaðan af síður að telja sig svona miklu umhverfisvænni en Björt framtíð með þessa slóð umhverfishörmunga í eftirdragi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Já kemur ekki fram karl sem segir mig og Bjarta Framtíð aðeins standa á öxlum sínum og að ég sem umhverfis og auðlindaráðherra megi teljast heppin að hafa snætt af því gnægtarborði sem hann og Vinstri Græn hafa lagt fyrir mig. Fyrst þetta er svona auðvelt af hverju hafa Vinstri græn ekki friðað hjarta landsins fyrir löngu? þau höfðu fjögur ár í umhverfisráðuneytinu.“ Þetta skrifaði Björt Ólafsdóttir á Facebook í dag. Tilefni þess eru ummæli Steingríms J. Sigfússonar í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag. Þar Talaði Steingrímur um að allt miðhálendi Íslands ætti að verða þjóðgarður. Aðspurður um það hvort hann væri ánægður með starfandi umhverfisráðherra svaraði hann: „Jú, Björt má eiga það. Það er ánægjulegt fyrir hana að fá tækifæri til að skrifa undir stækkun friðlands í Þjórsárverum, sem við vorum auðvitað búin að berjast fyrir og koma áfram.“‘Sjá einnig: Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gertÚt úr kortinuBjört segir að hún hafi marga galla en einn af kostum sínum sé að hún komi hlutunum í verk. Sagði hún jafnframt að það sé það sem þurfi, ekki eintóma og innantóman fagurgala um mikilvægi grænnar framtíðar. „Það kraumaði dálítið í mér yfir því að Steingrímur hefði talað svona niður til mín. Mér fannst þau orð sem hann lét falla þarna um mig persónulega alveg út úr kortinu,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Að ég og við í Bjartri framtíð værum ekki neitt nema fyrir það að við værum að standa á öxlunum á honum og að hans sögn öðrum sönnum náttúruverndarsinnum. Fyrir það fyrsta er það ótrúlega hrokafull staðhæfing og í öðru lagi hefur hann ekki sýnt það með gjörðum þó að hann tali mikið um náttúruvernd, frekar í þveröfuga átt eins og til dæmis varðandi Bakka. Staðhæfingar bæði Steingríms, og auðvitað líka Katrínar, um að þetta teljist ekki vera stóriðja, sér hver heilvita Íslendingur í gegnum. Það sjá það allir að þetta er ekki rétt og ég furða mig á því að flokkar sem telji sig græna í rauninni haldi því enn statt og stöðugt fram að það hafi verið gott skref hjá þessum flokki að setja af stað mengandi stóriðju sem brennir kolum og skerðir lífsgæði íbúa.“Orðin innantómMargir hafa tekið undir með Björt varðandi ummæli Steingríms og deilt færslu hennar á samfélagsmiðlum í dag. „Fólk furðar sig á að femínistinn Steingrímur J. Sigfússon leyfi sér að tala svona. En ég verð samt alveg að viðurkenna það að þetta kemur mér ekkert svakalega á óvart, ég hef aldrei upplifað mikla hógværð frá þessum þingmanni,“ segir Björt. Hún segir einnig að hún hafi upplifað það á Alþingi að þó að flokkar kalli sig femíníska þá leyfi þeir sér að hugsa svona, orðin séu því innantóm. Aðspurð hvort hún hafi upplifað áður að karl gefi skyn að hún standi á öxlum sér svarar hún: „Þetta er sérstaklega vont í pólitíkinni en annars staðar í samfélaginu og í öðrum störfum hef ég ekki fundið mikið fyrir þessu. Það er smá kaldhæðnislegt því pólitíkin reynir mjög oft að hæla sér af því að hún sé svo jafnréttissinnuð. Í færslu sinni á Facebook talar Björt meðal annars um það að Bakki sé mengandi kolabrennandi stóriðja. „Hvernig í veröldinni geta VG splæst henni og olíuvinnslunni sem Steingrímur kvittaði kátur upp á, við kolefnahlutlaust Ísland 2040. Það skiptir minnstu hvað við stjórnmálamenn segjum. Það eru gjörðir okkar sem skilgreina okkur. Ég vona að kjósendur hafi það hugfast.“Kostaði mikla þrautseigju Björt segist hafa upplifað mjög sterk og jákvæð viðbrögð við að hún hafi náð þessu máli í gegn. „Fólki er létt að þetta hefur náðst í gegn. Það segir sig sjálft að það var ekki auðvelt að gera þetta, ef þetta hefði verið auðvelt þá hefði einhver verið búinn að gera þetta. Margir hafa beðið eftir þessu mjög lengi svo þetta er sannur heiður fyrir mig að hafa náð að færa íslensku þjóðinni að þetta svæði sé nú friðland, að það sé verndað til framtíðar og að við séum að stíga fyrsta skrefið í átt að búa til miðhálendisþjóðgarð.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún sé ósátt við að aðrir reyni að eigna sér heiðurinn að því sem hún hafi náð í gegn. „Það er í besta falli áhugavert að þurfa að sitja undir því að aðrir hampi sér yfir mínum verkum. Þetta hefur kostað mikla vinnu og mikla þrautseigju að stækka friðlandið í samstarfi við flokka sem eru ekki beint þekktir fyrir umhverfisvernd. Þetta hjarta landsins er orðið friðað og aðrir hafa bara ekki efni á því að taka kredit fyrir það, þaðan af síður að telja sig svona miklu umhverfisvænni en Björt framtíð með þessa slóð umhverfishörmunga í eftirdragi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent