Annmarkar á þremur framboðum í tveimur kjördæmum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. október 2017 19:45 Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum. Kosningar 2017 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.
Kosningar 2017 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira