Getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn með góðri samvisku Ingvar Þór Björnsson skrifar 13. október 2017 22:34 Geir Jón segir að framkoma Sigríðar og Haraldar Johannessen sé einsdæmi í sögunni. Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann. Kosningar 2017 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Geir Jón Þórisson hyggst ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu alþingiskosningum þrátt fyrir að skipa heiðurssæti á lista flokksins. Ástæða þess er niðurstaða Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að afhafast ekki í máli Kristjáns Þorbjörnssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns á Blönduósi. Kristjáni var vikið frá störfum ári áður en hann átti að fara á eftirlaun á skjön við samkomulag sem hafði verið gert. „Í sumar var brotið ákveðið samkomulag sem gert var í tíð Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálamálaráðherra, þegar skipulagi var breytt varðandi lögregluembættin í landinu og þeim fækkað og þau stækkuð. Þá var um það samkomulag að allir þeir sem störfuðu í gömlu embættunum færu í nýju embættin og héldu sínum stöðum. Sérstaklega átti þetta við um yfirlögregluþjóna og lögreglustjóra en það var ljóst að þeim myndi fækka með tímanum,“ segir Geir í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að það hafi verið ljóst að þær breytingar yrðu ekki fyrr en starfsmenn færu á eftirlaun. Samkomulagið var svo brotið þegar Kristjáni var vikið úr embætti. „Svo gerist það að einn af okkar yfirlögregluþjónum er rekinn úr starfi án þess að hafa brotið af sér. Nýr lögreglustjóri kemur inn og er búinn að starfa þar í rúmlega mánuð þegar hann segir honum upp vegna fjárhagsstöðu embættis.“ Segir Geir Jón að hann hafi tekið þetta mál mjög nærri sér þar sem hann var formaður Félags yfirlögregluþjóna þegar endurskipulagning embættanna fór af stað. „Ég þurfti að sannfæra félaga mína um það að við samkomulagið yrði staðið. Svo er ekki staðið við það af flokksfélaga mínum í dag en ég gekk mjög fast eftir því að þessu yrði breytt,“ segir hann.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ákvað að aðhafast ekkert í málinu,vísir/ernirGetur ekki stutt flokkinn vegna viðhorfs Sigríðar til starfsmanna sinna„Svo kemur tilboð til þessa manns frá ráðuneytinu þar sem honum er boðið starf í Reykjavík hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem óbreyttur lögreglumaður í dagvinnu. Þetta er svo mikil lítilsvirðing að ég á ekki orð yfir þetta,“ segir Geir. „Ég get ekki stutt flokk sem er með trúnaðarmann á sínum snærum sem hefur þetta viðhorf gagnvart sínum starfsmönnum. Þetta er undirmaður hans og þetta er það eina sem ég get gert,“ segir Geir Jón sem hefur verið Sjálfstæðismaður í fimmtíu ár. Geir Jón segir að framkoman sé einsdæmi í sögunni. „Ég vildi trúa því fram á síðasta dag að þetta yrði lagfært. Þetta hefur aldrei gerst áður í sögu lögreglunnar – að mönnum sé skákað út af borðinu án þess að hafa nokkuð til saka unnið, aldrei fengið áminningu, aldrei fengið tiltal.“ Geir ætlar að halda heiðurssætinu á listanum og hefur greint formanni Sjálfstæðisflokksins frá afstöðu sinni sem og öðrum frambjóðendum á lista flokksins í Suðurkjördæmi. „Samvisku minnar vegna get ég ekki stutt flokk sem er með mann innanborðs sem kemur svona fram við félaga minn og mér er málið skylt þar sem ég kom að þessu á sínum tíma. Þó svo að ég sé í heiðurssæti á listanum þá verður þetta bara að vera svona,“ segir hann.
Kosningar 2017 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira