Klámútgefandi býður 10 milljónir dala í skiptum fyrir óhróður um Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 22:04 Larry Flynt býður fúlgur fjár fyrir óhróður um Trump. Vísir/AFP Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið. Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið.
Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46