H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 07:48 H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Skjáskot úr þætti Operation X á TV2 Sænski fatarisinn H&M og aðrar fatakeðjur brenna á ári hverju mörgum tonnum af ónotuðum fötum í brennsluofnum í Danmörku. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt.Danska TV2 greinir frá málinu í fréttaskýringaþættinum Operation X. „Þetta er í grundvallaratriðum hræsni,“ segir Esben Rahbek, prófessor sem sérhæfir sig í samfélagsábyrgð fyrirtækja, í samtali við þáttinn. H&M hefur um árabil hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf – annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. „Það eina sem við munum ekki gera er að sóa fötunum,“ segir í annarri auglýsingu. Samkvæmt því sem fram kemur í þættinum Operation X virðist þó sem að fyrirtækið hafi einmitt verið að því.Tólf tonn af fötum í ofninn Frá árinu 2013 hefur H&M að meðaltali sent tólf tonn af nýjum fötum beint í brennsluofn í Hróarskeldu. Þetta kemur fram í gögnum sem þáttastjórnendur Operation X hafa komist yfir. Segir í þættinum að ef einungis um gallabuxur væri að ræða myndi það samsvara um 30 þúsund buxum á ári. Þáttastjórnendur Operation X hafa sjálfir verið á staðnum þar sem fötunum hefur verið fargað og segja að meðal annars hafi verið um nýjar gallabuxur og dökkbláar kvenmannsbuxur að ræða.Segir að um heilsuspillandi föt sé að ræða Forsvarsmenn H&M svara því til að umrædd föt séu hreinlega heilsuspillandi sem hafi til að mynda orðið fyrir rakaskemmdum, komist í tæri við klóakvatn eða innihaldið ákveðin efni sem séu í hættulegu magni. Þetta séu því föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Þáttastjórnendur Operation X hafa hins vegar gert rannsóknir á fötum sem til stóð að brenna, að sögn H&M vegna myglu. Kemur fram í þættinum að útskýringar forsvarsmanna H&M hafi þar ekki haldið vatni. Í þættinum var sömuleiðis upplýst að fatakeðjan Bestseller hafi einnig brennt mikið magn af fötum. Þaðan koma þær skýringar að þau föt sem hafi verið brennd hafi einfaldlega ekki selst í verslunum fyrirtækisins. Fréttamiðlar SVT og NRK fjalla einnig um málið á fréttasíðum sínum. H&M Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M og aðrar fatakeðjur brenna á ári hverju mörgum tonnum af ónotuðum fötum í brennsluofnum í Danmörku. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt.Danska TV2 greinir frá málinu í fréttaskýringaþættinum Operation X. „Þetta er í grundvallaratriðum hræsni,“ segir Esben Rahbek, prófessor sem sérhæfir sig í samfélagsábyrgð fyrirtækja, í samtali við þáttinn. H&M hefur um árabil hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf – annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. „Það eina sem við munum ekki gera er að sóa fötunum,“ segir í annarri auglýsingu. Samkvæmt því sem fram kemur í þættinum Operation X virðist þó sem að fyrirtækið hafi einmitt verið að því.Tólf tonn af fötum í ofninn Frá árinu 2013 hefur H&M að meðaltali sent tólf tonn af nýjum fötum beint í brennsluofn í Hróarskeldu. Þetta kemur fram í gögnum sem þáttastjórnendur Operation X hafa komist yfir. Segir í þættinum að ef einungis um gallabuxur væri að ræða myndi það samsvara um 30 þúsund buxum á ári. Þáttastjórnendur Operation X hafa sjálfir verið á staðnum þar sem fötunum hefur verið fargað og segja að meðal annars hafi verið um nýjar gallabuxur og dökkbláar kvenmannsbuxur að ræða.Segir að um heilsuspillandi föt sé að ræða Forsvarsmenn H&M svara því til að umrædd föt séu hreinlega heilsuspillandi sem hafi til að mynda orðið fyrir rakaskemmdum, komist í tæri við klóakvatn eða innihaldið ákveðin efni sem séu í hættulegu magni. Þetta séu því föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Þáttastjórnendur Operation X hafa hins vegar gert rannsóknir á fötum sem til stóð að brenna, að sögn H&M vegna myglu. Kemur fram í þættinum að útskýringar forsvarsmanna H&M hafi þar ekki haldið vatni. Í þættinum var sömuleiðis upplýst að fatakeðjan Bestseller hafi einnig brennt mikið magn af fötum. Þaðan koma þær skýringar að þau föt sem hafi verið brennd hafi einfaldlega ekki selst í verslunum fyrirtækisins. Fréttamiðlar SVT og NRK fjalla einnig um málið á fréttasíðum sínum.
H&M Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent