Uppruni gulls fannst með þyngdarbylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2017 14:00 Teikning af glæðunum eftir samruna tveggja nifteindastjarna sem olli þyngdarbylgjum sem gáruðu tímarúmið. ESO/L. Calçada/M. Kornmesser Uppgötvun vísindamanna á þyngdarbylgjum hefur getið af sér fyrstu meiriháttar uppgötvunina. Með hjálp þyngdarbylgna hafa stjarneðlisfræðingar geta fylgst með árekstri tveggja nifteindastjarna í annarri vetrarbraut. Mælingar þeirra staðfesta að þung frumefni eins og gull og platína verða til við slíkar stjarnfræðilegar hamfarir. Tveir Íslendingar tóku þátt í tímamótauppgötvuninni. Vísindasamfélagið taldi sig hafa himin höndum tekið þegar staðfest var að tekist hefði að greina svonefndar þyngdarbylgjur í byrjun árs í fyrra. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem myndast við samruna gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola eða nifteindastjarna. Albert Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra fyrir hundrað árum. Mælingarnar á samruna tveggja nifteindastjarna sem vísindamenn tilkynntu um í dag eru þær fyrstu þar sem mönnum hefur tekist að beina hefðbundnum sjónaukum að uppsprettu þyngdarbylgna og mæla ljós frá henni.Fundu upptökin í 130 milljón ljósára fjarlægð Kenningar hafa verið um að samruni nifteindastjarna væru orsök stuttra blossa orkumikillar gammageislunar sem sést hafa með sjónaukum frá jörðinni. Nifteindastjörnur eru gríðarlega þéttir en smáir kjarnar sólstjarna sem eru margfalt massameiri en sólin. Vísindamenn höfðu leitt líkur að því að árekstur þeirra gætu myndað öflugar sprengingar gammageislunar sem nefnast kílónóvur. Það var í ágúst sem þyngdarbylgjumælarnir LIGO í Bandaríkinum og Virgo á Ítalíu námu þyngdarbylgjur sem bárust í gegnum jörðina. Aðeins tveimur sekúndum síðar sáu geimsjónaukar stuttan gammablossa úr sömu átt á himninum, að því er segir í frétt á Stjörnufræðivefnum. Næstu tvær vikur tjölduðu vísindamenn öllu til og beindu öflugust sjónaukum jarðar að upptökum bylgnanna og blossans, þar á meðal Hubble-geimsjónaukanum. Þau fundust í NGC 4993, linsulaga vetrarbraut, í um 130 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Atburðurinn sem myndaði þyngdarbylgjurnar reyndist vera samruni tveggja nifteindastjarna. Mælingarnar staðfesta að kenningar um að gammablossar myndist við samruna af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir þyngdarbylgjurnar hafa leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk í að staðfesta að um samruna nifteindastjarna hafi verið að ræða. Hann átti þátt í rannsókninni ásamt Páli Jakobssyni, stjarneðlisfræðingi við HÍ. „Við gátum ekki staðfest þetta bara með gammageislunum og sýnilegu ljósi. Við höfðum vísbendingar frá þessu mælingum um að þetta gætu mögulega verið nifteindastjörnur. Nú höfum við fengið staðfestingu á því með þyngdarbylgjunum“ segir Guðlaugur við Vísi.NGC 4993-vetrarbrautin á mynd VLT-sjónauka ESO. Kílónóvan sést rétt fyrir ofan og til vinstri við miðju vetrarbrautarinnar.ESO/A.J. Levan, N.R. TanvirStaðfestir að gull myndast við samruna nifteindastjarnaLitrófsmælingar sjónaukanna á samrunaum varpaði einnig ljósi á ráðgátu um myndun þungra frumefna eins og gulls og platínu. Kenningar hafa verið um að frumefni þyngri en járn myndist við samruna nifteindastjarna. Mælingarnar á árekstrinum nú sýna fram á það svart á hvítu. Við kílónóvuna þeytast þessir þungmálmar út í geim á allt að því fimmtungi af hraða ljóssins þar sem það verður svo að efnivið í myndun reikistjarna. Gull og fleiri málmar á jörðinni virðast því hafa orðið til við árekstur nifteindastjarna fyrir milljörðum ára. Þrír stofnenda LIGO-verkefnisins hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr í þessum mánuði vegna uppgötvunar þyngdarbylgnanna í september árið 2015. Athuganirnar nú eru aðeins fjórða eða fimmta skiptið sem þyngdarbylgjur greinast. Guðlaugur segir að þær séu að opna nýjan glugga á alheiminn sem geti vonandi breytt sýn manna á orkumikla atburði eins og árekstra svarthola og nifteindastjarna. „Hingað til höfum við nær eingöngu notast við rafsegulgeislun sem er allt frá útvarpsbylgjum og upp í háorkugammageisla en þyngdarbylgjurnar hegða sér öðruvísi og koma með algerlega nýjan glugga,“ segir hann. Vísindi Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Uppgötvun vísindamanna á þyngdarbylgjum hefur getið af sér fyrstu meiriháttar uppgötvunina. Með hjálp þyngdarbylgna hafa stjarneðlisfræðingar geta fylgst með árekstri tveggja nifteindastjarna í annarri vetrarbraut. Mælingar þeirra staðfesta að þung frumefni eins og gull og platína verða til við slíkar stjarnfræðilegar hamfarir. Tveir Íslendingar tóku þátt í tímamótauppgötvuninni. Vísindasamfélagið taldi sig hafa himin höndum tekið þegar staðfest var að tekist hefði að greina svonefndar þyngdarbylgjur í byrjun árs í fyrra. Þyngdarbylgjur eru nokkurs konar gárur í tímarúminu sem myndast við samruna gríðarlega massamikilla fyrirbæra eins og svarthola eða nifteindastjarna. Albert Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra fyrir hundrað árum. Mælingarnar á samruna tveggja nifteindastjarna sem vísindamenn tilkynntu um í dag eru þær fyrstu þar sem mönnum hefur tekist að beina hefðbundnum sjónaukum að uppsprettu þyngdarbylgna og mæla ljós frá henni.Fundu upptökin í 130 milljón ljósára fjarlægð Kenningar hafa verið um að samruni nifteindastjarna væru orsök stuttra blossa orkumikillar gammageislunar sem sést hafa með sjónaukum frá jörðinni. Nifteindastjörnur eru gríðarlega þéttir en smáir kjarnar sólstjarna sem eru margfalt massameiri en sólin. Vísindamenn höfðu leitt líkur að því að árekstur þeirra gætu myndað öflugar sprengingar gammageislunar sem nefnast kílónóvur. Það var í ágúst sem þyngdarbylgjumælarnir LIGO í Bandaríkinum og Virgo á Ítalíu námu þyngdarbylgjur sem bárust í gegnum jörðina. Aðeins tveimur sekúndum síðar sáu geimsjónaukar stuttan gammablossa úr sömu átt á himninum, að því er segir í frétt á Stjörnufræðivefnum. Næstu tvær vikur tjölduðu vísindamenn öllu til og beindu öflugust sjónaukum jarðar að upptökum bylgnanna og blossans, þar á meðal Hubble-geimsjónaukanum. Þau fundust í NGC 4993, linsulaga vetrarbraut, í um 130 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Atburðurinn sem myndaði þyngdarbylgjurnar reyndist vera samruni tveggja nifteindastjarna. Mælingarnar staðfesta að kenningar um að gammablossar myndist við samruna af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Guðlaugur Jóhannesson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir þyngdarbylgjurnar hafa leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk í að staðfesta að um samruna nifteindastjarna hafi verið að ræða. Hann átti þátt í rannsókninni ásamt Páli Jakobssyni, stjarneðlisfræðingi við HÍ. „Við gátum ekki staðfest þetta bara með gammageislunum og sýnilegu ljósi. Við höfðum vísbendingar frá þessu mælingum um að þetta gætu mögulega verið nifteindastjörnur. Nú höfum við fengið staðfestingu á því með þyngdarbylgjunum“ segir Guðlaugur við Vísi.NGC 4993-vetrarbrautin á mynd VLT-sjónauka ESO. Kílónóvan sést rétt fyrir ofan og til vinstri við miðju vetrarbrautarinnar.ESO/A.J. Levan, N.R. TanvirStaðfestir að gull myndast við samruna nifteindastjarnaLitrófsmælingar sjónaukanna á samrunaum varpaði einnig ljósi á ráðgátu um myndun þungra frumefna eins og gulls og platínu. Kenningar hafa verið um að frumefni þyngri en járn myndist við samruna nifteindastjarna. Mælingarnar á árekstrinum nú sýna fram á það svart á hvítu. Við kílónóvuna þeytast þessir þungmálmar út í geim á allt að því fimmtungi af hraða ljóssins þar sem það verður svo að efnivið í myndun reikistjarna. Gull og fleiri málmar á jörðinni virðast því hafa orðið til við árekstur nifteindastjarna fyrir milljörðum ára. Þrír stofnenda LIGO-verkefnisins hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrr í þessum mánuði vegna uppgötvunar þyngdarbylgnanna í september árið 2015. Athuganirnar nú eru aðeins fjórða eða fimmta skiptið sem þyngdarbylgjur greinast. Guðlaugur segir að þær séu að opna nýjan glugga á alheiminn sem geti vonandi breytt sýn manna á orkumikla atburði eins og árekstra svarthola og nifteindastjarna. „Hingað til höfum við nær eingöngu notast við rafsegulgeislun sem er allt frá útvarpsbylgjum og upp í háorkugammageisla en þyngdarbylgjurnar hegða sér öðruvísi og koma með algerlega nýjan glugga,“ segir hann.
Vísindi Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim. 3. október 2017 10:45