Könnun fréttastofu: Viðreisn fengi kjörna menn á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín tók við formennsku í Viðreisn í liðinni viku. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er VG stærstur, eins og í könnunum Fréttablaðsins undanfarið, með 27 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúm 22 prósent. Það er sama fylgi og hann hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins síðustu tvær vikurnar. Miðflokkurinn mælist með tæplega 11 prósenta fylgi, Samfylkingin með rúmlega 10 prósent og Píratar mælast með slétt 10. Þá mælist Viðreisn með 5 prósenta fylgi, Flokkur fólksins með tæp 4 prósent og Björt framtíð með rúmlega 2 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi VG fá 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 15, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar myndu fá sjö menn kjörna hver flokkur. Þá myndi Framsóknarflokkurinn fá fimm menn kjörna og Viðreisn þrjá menn. Þetta myndi þýða að sjö flokkar ættu fulltrúa á þingi og einungis einn möguleiki væri á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð án aðkomu VG. Hringt var í 1.239 manns þar til náðist í 806 samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. október. Svarhlutfallið var því 65,1 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 68,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 10 prósent sögðust vera óákveðin og rúmlega 12 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er VG stærstur, eins og í könnunum Fréttablaðsins undanfarið, með 27 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúm 22 prósent. Það er sama fylgi og hann hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins síðustu tvær vikurnar. Miðflokkurinn mælist með tæplega 11 prósenta fylgi, Samfylkingin með rúmlega 10 prósent og Píratar mælast með slétt 10. Þá mælist Viðreisn með 5 prósenta fylgi, Flokkur fólksins með tæp 4 prósent og Björt framtíð með rúmlega 2 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi VG fá 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 15, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar myndu fá sjö menn kjörna hver flokkur. Þá myndi Framsóknarflokkurinn fá fimm menn kjörna og Viðreisn þrjá menn. Þetta myndi þýða að sjö flokkar ættu fulltrúa á þingi og einungis einn möguleiki væri á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG. Þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð án aðkomu VG. Hringt var í 1.239 manns þar til náðist í 806 samkvæmt lagskiptu úrtaki 16. október. Svarhlutfallið var því 65,1 prósent. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 68,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 10 prósent sögðust vera óákveðin og rúmlega 12 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira