Gervigóðæri Birgir Örn Guðjónsson skrifar 17. október 2017 07:45 Nú fer að ljúka nokkurra mánaða leyfi sem ég tók mér frá löggunni. Ég skipti úr svarta gallanum yfir í blá jakkaföt og fór að þjóna farþegum í flugvélum Icelandair. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími á margan hátt. Þeir sem hafa fylgst með mér síðustu ár vita að ég hef verið nokkuð áberandi sem lögreglumaður. Starfsheitið er meira að segja oft fest við nafnið mitt. Það var því frekar sérstök upplifun fyrir mig að skipta svona um starfsvettvang. Það var líka ýmislegt sem kom mér á óvart. Í lögreglunni erum við að skila mjög mikilli vinnu. Í fluginu var ég að vinna minna en fékk samt svipaða upphæð í vasann. Það er nokkuð ótrúleg staðreynd. Í fluginu var ég nefninlega byrjandi en í lögreglunni er ég varðstjóri og kominn með vel yfir tíu ára reynslu. Ég er þá ekki að segja að flugfreyjur séu svona vel borgaðar. Nei því miður, það eru kjör lögreglumanna sem eru skammarleg. Þessi staða sló mig svolítið í andlitið þegar níu ára sonur minn spurði mig í einlægni í sumar hvort ég gæti ekki bara verið áfram flugfreyja. Ég væri nefninlega aldrei heima þegar ég væri lögga. Það var sem sagt ekkert töff við það að eiga pabba sem væri lögga. Sérstaklega þegar hann sést aldrei. Það kom mér líka á óvart hversu hátt menntunarstigið er meðal flugfreyja og þjóna. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þar voru margir kennarar og hjúkrunarfræðingar. Flugfélögin eru vissulega ótrúlega heppina að hafa svona gífurlega hæft fólk í vinnu, en mikið ofsalega erum við samt búin að klúðra miklu þegar þetta er raunveruleikinn. Samfélagið bráðvantar einmitt löggur, hjúkrunarfræðinga og kennara en þeir sem hafa menntað sig fyrir þessi störf hafa ekki efni á að sinna þeim. Það hreinlega eitt risa klúður. Allar þessar stéttir eiga það tvennt sameiginlegt að vera fjölmennar og gífurlega mikilvægar fyrir samfélagið. Einhverra hluta vegna hefur stærðin skipt meira mála en mikilvægið og virðist það standa því fyrir dyrum að hægt sé að meta þessar stéttir að verðleika. Þetta eru stéttirnar sem eru sífellt í kjarabaráttu en komast hvergi áfram. Ég veit að samfélagið er orðið þreytt á þeirri endaleysu en þið getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttir einstaklingarnir sjálfir eru sem enn haldast í þessum störfum. Núna bíðum við spennt eftir næsta verkfalli kennara. Konan mín er einmitt kennari þannig að ég þekki þeirra hlið vel. Hún hefur verið kennari lengur en ég hef verið lögga. Hún myndi samt hækka töluvert í launum við að fara í háloftin. Hversu klikkað er þetta eiginlega?! Það eru ekki bara kjörin sem hrekja fólk úr þessum stéttum, heldur er starfsumhverfið orðið svo óvistvænt að það er engum bjóðandi. Þessi störf eru á engan hátt samkeppnishæf um starfsfólk. Það er búið að þrengja svo að þessum mikilvægu stéttum í svo langan tíma að allt nema innspýting samsvarar niðurskurði. Lögreglan er rekin á hinu sér íslenska fyrirbrigði „þetta reddast“. Þar er skorið við öxl á öllum sviðum, alls staðar á landinu, á sama tíma og samfélagið ætlast til að allt þar sé unnið hundrað prósent. Við verðum líka að átta okkur á hlutum eins og þeirri annars jákvæðu sérstöðu íslensks samfélags að við erum ekki með neinn her. Því er lögreglan eini öryggisventillinn sem við höfum, sama hvað gerist. Við værum afskaplega barnaleg ef við ætlum að halda því fram að það sem gerist annars staðar geti ekki gerst hér. Auðvitað vonum við ekki, ekki frekar en við vonumst til að það kvikni ekki í húsinu okkar. Við þurfum engu að síður að vera viðbúin. Annað er heimska. Álagið á hjúkrunarfræðinga og kennara er líka óásættanleg og allt of mikið miðað við kjör þeirra. Ég þekki persónulega reyndan og góðan kennara sem þurfti að fara í langt veikindafrí vegna þess að hann fékk taugaáfall sem tengist beint álagi í starfi. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar og lífi. Hvers virði eru þessar starfsstéttir okkur? Hvers virði eru þær samfélaginu? Það er ljóst að það verður að vera þjóðarsátt um að gera miklu betur fyrir þessar stéttir. Þær þurfa betri kjör og betra starfsumhverfi. Það kostar, en það kostar svo miklu miklu meira að halda áfram á sömu braut. Þar til þetta verður lagað er „góðæri“ ekkert meira en stafir á blaði.Höfundur er í þriðja sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík Suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að ljúka nokkurra mánaða leyfi sem ég tók mér frá löggunni. Ég skipti úr svarta gallanum yfir í blá jakkaföt og fór að þjóna farþegum í flugvélum Icelandair. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími á margan hátt. Þeir sem hafa fylgst með mér síðustu ár vita að ég hef verið nokkuð áberandi sem lögreglumaður. Starfsheitið er meira að segja oft fest við nafnið mitt. Það var því frekar sérstök upplifun fyrir mig að skipta svona um starfsvettvang. Það var líka ýmislegt sem kom mér á óvart. Í lögreglunni erum við að skila mjög mikilli vinnu. Í fluginu var ég að vinna minna en fékk samt svipaða upphæð í vasann. Það er nokkuð ótrúleg staðreynd. Í fluginu var ég nefninlega byrjandi en í lögreglunni er ég varðstjóri og kominn með vel yfir tíu ára reynslu. Ég er þá ekki að segja að flugfreyjur séu svona vel borgaðar. Nei því miður, það eru kjör lögreglumanna sem eru skammarleg. Þessi staða sló mig svolítið í andlitið þegar níu ára sonur minn spurði mig í einlægni í sumar hvort ég gæti ekki bara verið áfram flugfreyja. Ég væri nefninlega aldrei heima þegar ég væri lögga. Það var sem sagt ekkert töff við það að eiga pabba sem væri lögga. Sérstaklega þegar hann sést aldrei. Það kom mér líka á óvart hversu hátt menntunarstigið er meðal flugfreyja og þjóna. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þar voru margir kennarar og hjúkrunarfræðingar. Flugfélögin eru vissulega ótrúlega heppina að hafa svona gífurlega hæft fólk í vinnu, en mikið ofsalega erum við samt búin að klúðra miklu þegar þetta er raunveruleikinn. Samfélagið bráðvantar einmitt löggur, hjúkrunarfræðinga og kennara en þeir sem hafa menntað sig fyrir þessi störf hafa ekki efni á að sinna þeim. Það hreinlega eitt risa klúður. Allar þessar stéttir eiga það tvennt sameiginlegt að vera fjölmennar og gífurlega mikilvægar fyrir samfélagið. Einhverra hluta vegna hefur stærðin skipt meira mála en mikilvægið og virðist það standa því fyrir dyrum að hægt sé að meta þessar stéttir að verðleika. Þetta eru stéttirnar sem eru sífellt í kjarabaráttu en komast hvergi áfram. Ég veit að samfélagið er orðið þreytt á þeirri endaleysu en þið getið rétt ímyndað ykkur hversu þreyttir einstaklingarnir sjálfir eru sem enn haldast í þessum störfum. Núna bíðum við spennt eftir næsta verkfalli kennara. Konan mín er einmitt kennari þannig að ég þekki þeirra hlið vel. Hún hefur verið kennari lengur en ég hef verið lögga. Hún myndi samt hækka töluvert í launum við að fara í háloftin. Hversu klikkað er þetta eiginlega?! Það eru ekki bara kjörin sem hrekja fólk úr þessum stéttum, heldur er starfsumhverfið orðið svo óvistvænt að það er engum bjóðandi. Þessi störf eru á engan hátt samkeppnishæf um starfsfólk. Það er búið að þrengja svo að þessum mikilvægu stéttum í svo langan tíma að allt nema innspýting samsvarar niðurskurði. Lögreglan er rekin á hinu sér íslenska fyrirbrigði „þetta reddast“. Þar er skorið við öxl á öllum sviðum, alls staðar á landinu, á sama tíma og samfélagið ætlast til að allt þar sé unnið hundrað prósent. Við verðum líka að átta okkur á hlutum eins og þeirri annars jákvæðu sérstöðu íslensks samfélags að við erum ekki með neinn her. Því er lögreglan eini öryggisventillinn sem við höfum, sama hvað gerist. Við værum afskaplega barnaleg ef við ætlum að halda því fram að það sem gerist annars staðar geti ekki gerst hér. Auðvitað vonum við ekki, ekki frekar en við vonumst til að það kvikni ekki í húsinu okkar. Við þurfum engu að síður að vera viðbúin. Annað er heimska. Álagið á hjúkrunarfræðinga og kennara er líka óásættanleg og allt of mikið miðað við kjör þeirra. Ég þekki persónulega reyndan og góðan kennara sem þurfti að fara í langt veikindafrí vegna þess að hann fékk taugaáfall sem tengist beint álagi í starfi. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar og lífi. Hvers virði eru þessar starfsstéttir okkur? Hvers virði eru þær samfélaginu? Það er ljóst að það verður að vera þjóðarsátt um að gera miklu betur fyrir þessar stéttir. Þær þurfa betri kjör og betra starfsumhverfi. Það kostar, en það kostar svo miklu miklu meira að halda áfram á sömu braut. Þar til þetta verður lagað er „góðæri“ ekkert meira en stafir á blaði.Höfundur er í þriðja sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík Suður
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar