Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 13:28 Hermaður SDF í Raqqa í ágúst. Orrustan um borgina hefur staðið yfir frá því í júní. Vísir/AFP Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16
SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54
Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16