Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 14:51 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent