Píratar opna fyrir fjárlagatillögur sínar og kynna áherslumál Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2017 19:30 Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Píratar leggja meðal annars áherslu á hækkun persónuafsláttar um 312 þúsund krónur á næsta kjörtímabili, að draga úr skerðingum á lífeyri, samþykkja nýja stjórnarskrá og setja fiskveiðiheimildir á uppboð. Flokkurinn nýtur fylgis tíu prósenta kjósenda samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö, Fréttablaðsins og Vísis. Píratar kynntu í dag kosningaáherslur sínar fyrir kosningarnar 28. október næst komandi. Helgi Hrafn Gunnarsson sem skipar 1. Sæti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður segir helstu málin vera heilbrigðismál og húsnæðismál. „En það er ýmislegt fleira í þessum bæklingi. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að gefa út okkar breytingar á frumvarpi til fjárlaga. Þannig að aðrir flokkar, almenningur og fjölmiðlar geti kafað í tölurnar sem við erum að vinna með. Gagnrýnt þær eftir atvikum og komið með tillögur um hvað mætti betur fara. Þetta er leið okkar til þess í rauninni til að gera kosningabaráttuna sjálfa opnari og gegnsærri,“ segir Helgi Hrafn. Píratar segja að tillögur þeirra varðandi hækkun persónufrádráttar muni leiða til 3,1 prósenta hækkunar lágmarkslauna strax í janúar og 11,9 prósenta hækkunar á næsta kjörtímabili. Þá verði örorkulífeyrir hækkaður og eldri borgurum gert kleift að vinna lengur án þess að bætur þeirra skerðist. Stjórnsýslan verði gagnsærri, ráðist í endurskoðun stjórnarskrárinnar og fiskveiðiheimildir verði boðnar upp í skrefum svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru Vinstri græn enn leiðandi með 27 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 22,2 prósent. Viðreisn nær í fyrsta skipti inn mönnum í könnunum að undanförnu, en Samfylking, Miðflokkur og Píratar njóta allir um 10 prósenta fylgis, Framsóknarflokkurinn er með 7,5 prósent en Flokkur fólksins næði ekki inn manni og Björt framtíð er við að þurrkast út. „Það er bara ómögulegt að segja fyrr en atkvæðin eru komin upp úr kjörkössunum. Því miður. Þetta er voðalega klént svar en það bara er þannig. Það er þannig sem stjórnir eru myndaðar á Íslandi,“ segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira