Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:25 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump er sakaður um taktleysi. Skammt er síðan hann sagði fórnarlömbum fellibyljarsins Maríu á Púertó Ríkó að skemmta sér vel. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.
Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45