Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 12:19 vísir/eyþór FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38