Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Afurðir, sem ekki eru gerðar úr dýramjólk, má ekki kalla mjólk, jógúrt, smjör eða ost, segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. vísir/ernir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira