Í myndbandinu eru allar fimm gangtegundir hestsins sýndar á eðlilegum hraða sem og hægri sýningu.
Myndbandi má sjá í spilaranum hér að neðan.
Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið gífurlega mikil og hafa þúsundir manna deilt því og tjáð sig um það.
Í tilkynningu frá Horses of Iceland kemur fram að það var tekið upp í Skagafirði þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín í bakgrunni. Myndbandið var framleitt af Skotta Film fyrir Horses of Iceland og var grafíkin í höndum PIPAR/TBWA.
Á heimasíðu Horses of Iceland kemur fram að tilgangur markaðsverkefnisins er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um allan heim til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpu og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.