Klukkustund í ögurstund Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 07:00 Hvað ætti ég að gera, gæti Carles Puigdemont verið að hugsa. Vísir/Getty Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00