Vinnan á bak við stóru sigrana kostaði sitt en peningarnir komu margfalt til baka Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 11:30 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15