Innlent

Kristján Þór efstur á lista Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Pjetur
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Tillaga að lista var samþykkt á fundi kjördæmisráðs á Akureyri í dag.

Í öðru sæti er Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, og í því þriðja situr Valgerður Gunnarsdóttir, einnig alþingismaður. Í fjórða sæti er Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrverandi alþingismaður.

Lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, Akureyri

2. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri

3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík

4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Seyðisfirði

5. Samúel K. Sigurðsson, svæðisstjóri, Reyðarfirði

6. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, Djúpavogi

7. Húnbogi Gunnþórsson, háskólanemi, Neskaupstað

8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ólafsfirði

9. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi, Fáskrúðsfirði

10. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, Akureyri

11. Guðmundur S. Kröyer, umhverfisfræðingur og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum

12. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi og knattspyrnuþjálfari, Egilsstöðum

13. Elvar Jónsson, lögfræðingur, Akureyri

14. Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur, Eyjafjarðarsveit

15. Rannveig Jónsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri

16. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, menntaskólanemi, Akureyri

17. Ketill Sigurður Jóelsson, háskólanemi, Akureyri

18. Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, Egilsstöðum

19. Soffía Björgvinsdóttir, sauðfjárbóndi, Svalbarðshreppi

20. Guðmundur Skarphéðinsson, vélvirkjameistari, Siglufirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×