Greiddi of mikla skatta vegna Wintris Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 04:30 Ekkert álag var lagt á leiðrétt skattframtal Önnu Sigurlaugar. Því er ekki grunur um að reynt hafi verið að koma fé undan skatti. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ofgreiddi skatta vegna félags síns Wintris. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar en nefndin kvað upp úrskurð sinn 22. september síðastliðinn. Úrskurðurinn var birtur fyrir helgi. Í úrskurðinum segir að 16. maí 2016 hafi Anna Sigurlaug farið þess á leit við ríkisskattstjóra að framtöl hennar fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. Hefði hún lagt Wintris til lánsfé til fjárfestinga, en skuld félagsins við Önnu nam í upphafi árs 2010 rúmum 1,1 milljarði króna, á árinu 2008 og samanstæðu eignir félagsins af hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum, markaðsverðbréfum og innlánum í banka. Á skattframtölum Önnu hefðu eignir skráðar á Wintris verið taldar fram sem eignir hennar og eignir félagsins því taldar fram sem fjármagnstekjur. „Um áramót barst niðurstaða þar sem ríkisskattstjóri fór nýja leið við útreikning skattstofna (auk þess sem leiðrétt var fyrir síðbúinni innheimtu skuldar við félagið sem talin hafði verið töpuð og hafði ekki skilað sér til hins skilvísa skattgreiðanda Wintris). Þetta fól í sér nokkra hækkun skattstofns. Það sem skipti þó meira máli var að ljóst þótti að ekki hefði verið gerð tilraun til skattaundanskots. Fyrir vikið þurfti ekki að greiða álag af viðbótarupphæðinni,“ segir Sigmundur Davíð í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.Sjá einnig: Málalok Í niðurstöðu ríkisskattstjóra var erindi Önnu tekið til greina að hluta en ekki var fallist á færslur vegna gengisbreytinga. Þýddi það að uppsafnað ónotað tap Wintris varð rúmar 50 milljónir í stað rúmra 162 milljóna. Anna greiddi sína skatta, tæpar 25 milljónir, með fyrirvara, í samræmi við niðurstöðuna en kærði hana áfram til yfirskattanefndar. Í úrskurði nefndarinnar segir að tekjur „íslenskra skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.“ Þyrfti það að koma sérstaklega fram í lögum ef það ætti ekki að eiga við um færslu gengismunar. Kröfur Önnu voru því teknar til greina. Önnu voru að auki úrskurðaðar 500 þúsund krónur í málskostnað. Uppi hafði verið höfð krafa um 2 milljónir króna. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni hér.Greinin birtist í Fréttablaðinu 2. október. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Panama-skjölin Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ofgreiddi skatta vegna félags síns Wintris. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar en nefndin kvað upp úrskurð sinn 22. september síðastliðinn. Úrskurðurinn var birtur fyrir helgi. Í úrskurðinum segir að 16. maí 2016 hafi Anna Sigurlaug farið þess á leit við ríkisskattstjóra að framtöl hennar fyrir árin 2011 til og með 2015 yrðu leiðrétt. Hefði hún lagt Wintris til lánsfé til fjárfestinga, en skuld félagsins við Önnu nam í upphafi árs 2010 rúmum 1,1 milljarði króna, á árinu 2008 og samanstæðu eignir félagsins af hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum, markaðsverðbréfum og innlánum í banka. Á skattframtölum Önnu hefðu eignir skráðar á Wintris verið taldar fram sem eignir hennar og eignir félagsins því taldar fram sem fjármagnstekjur. „Um áramót barst niðurstaða þar sem ríkisskattstjóri fór nýja leið við útreikning skattstofna (auk þess sem leiðrétt var fyrir síðbúinni innheimtu skuldar við félagið sem talin hafði verið töpuð og hafði ekki skilað sér til hins skilvísa skattgreiðanda Wintris). Þetta fól í sér nokkra hækkun skattstofns. Það sem skipti þó meira máli var að ljóst þótti að ekki hefði verið gerð tilraun til skattaundanskots. Fyrir vikið þurfti ekki að greiða álag af viðbótarupphæðinni,“ segir Sigmundur Davíð í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.Sjá einnig: Málalok Í niðurstöðu ríkisskattstjóra var erindi Önnu tekið til greina að hluta en ekki var fallist á færslur vegna gengisbreytinga. Þýddi það að uppsafnað ónotað tap Wintris varð rúmar 50 milljónir í stað rúmra 162 milljóna. Anna greiddi sína skatta, tæpar 25 milljónir, með fyrirvara, í samræmi við niðurstöðuna en kærði hana áfram til yfirskattanefndar. Í úrskurði nefndarinnar segir að tekjur „íslenskra skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.“ Þyrfti það að koma sérstaklega fram í lögum ef það ætti ekki að eiga við um færslu gengismunar. Kröfur Önnu voru því teknar til greina. Önnu voru að auki úrskurðaðar 500 þúsund krónur í málskostnað. Uppi hafði verið höfð krafa um 2 milljónir króna. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni hér.Greinin birtist í Fréttablaðinu 2. október.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Panama-skjölin Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35
Málalok Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. 2. október 2017 06:00
Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43