Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 10:49 Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01