Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 10:49 Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01