Donald Trump ávarpaði bandarísku þjóðina: Skotárásin í Las Vegas „hrein illska“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, labbar að púltinu áður en hann ávarpar þjóð sína. Vísir/afp Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsir skotárásinni í Las Vegas sem hreinni illsku. Þetta kom fram í ávarpi hans til bandarísku þjóðarinnar fyrir nokkrum mínútum en árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 50 manns eru látnir og á fimmta hundrað særðir. „Þetta var hrein illska. Bandaríska alríkislögreglan og varnarmálaráðuneytið vinna náið með yfirvöldum á staðnum og aðstoða við rannsókn málsins. Þeir munu veita upplýsingar varðandi rannsóknina og hvernig hún þróast,“ sagði Trump. Þá þakkaði hann lögreglunni í Las Vegas og öðrum viðbragðsaðilum á vettvangi fyrir vinnu þeirra. „Hversu hratt þeir brugðust við er líkast kraftaverki. Að hafa fundið árásarmanninn svo fljótt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af er eitthvað sem við verðum ævinlega þakklát fyrir.“ Trump sagði að bandaríski fáninn yrði í hálfa stöng til minningar um fórnarlömb árásarinnar. „Á tímum sorgar og hryllings sameinast Bandaríkjamenn og verðum sem einn maður. Það höfum við alltaf gert,“ sagði forsetinn. „Samstaða okkar verður ekki rofin með illsku.“ Trump greindi síðan frá því að hann muni heimsækja Las Vegas á miðvikudag og hitta lögregluna og viðbragsðaðila sem og fjölskyldur þeirra sem létust. Í lok ávarpsins var Trump svo á trúarlegum nótum: „Megi Guð blessa sálir þeirra sem létust [...] og megi Guð gefa fjöldskyldum þeirra styrk til að halda áfram. Þakka ykkur og Guð blessi Ameríku.“ Sjá má ávarpið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. 2. október 2017 14:00