Bubbi skýtur á forsetann eftir að hann fór rangt með texta úr Rómeó og Júlíu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 20:51 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“ Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“
Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“