Ísblöðin á Plútó talin vera sorfinn metanís Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2017 23:50 Metanísblöðin mynda hrjúft yfirborð á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á. Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Þegar könnunarfarið New Horizons þaut fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó fyrir tveimur árum vöktu risavaxnar ísmyndanir sem líkjast hnífsblöðum athygli vísindamanna. Hópur þeirra telur nú að þurrgufun metaníss myndi þessi sérstöku fyrirbæri. Ísblöðin fundust á hálendustu svæðum Plútós, nærri miðbaug hans. Þau geta orðið eins há og skýjakljúfar, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þessir ísturnar vöktu fjölda spurninga hjá vísindamönnum, þar á meðal hvers vegna ísinn myndar svo svakaleg blöð frekar en að leggjast flatur yfir yfirborðið. Merki um virkari jarðfræði en menn áttu von áSkýringin sem hópur vísindamanna undir forystu Jeffrey Moore hjá Ames-rannsóknarmiðstöð NASA fann er breytileiki í loftslagi Plútós. Myndunin hefst þegar metan í þunnum lofthjúpnum frýs á hálendissvæðum líkt og þegar vatn myndar snjó og ís á jörðinni. Moore segir að þegar hlýnar í veðri á Plútó geti metanið byrjað að gufa upp. Það breytist beint úr ís í gas með svonefndri þurrgufun. Þá verða til þessi blöð metaníss sem skaga hátt upp í loftið. Sambærilegar myndanir eiga sér stað á hálendissvæðum nærri miðbaug jarðar en mun minni. Þar veldur þurrgufun íss því að nokkurra metra há ísblöð myndast. Ísblöðin sem myndast á Chajnantor-sléttunni í Síle eru dvergvaxinn í samanburði við metanísblöðin á Plútó.Wikimedia Commons/ESO Sé þessi skýring á rökum reist bendir það til þess að lofthjúpur og yfirborð Plútós sé mun virkara en vísindamenn höfðu talið. Kenningin hjálpar vísindamönnum einnig að kortleggja Plútó betur. Þegar New Horizons flaug fram hjá í ágúst 2015 náði geimfarið aðeins háskerpumyndum af annarri hlið Plútós. Í ljósi þess að vísindamönnunum hefur nú tekist að tengja metanís við hálendissvæði á dvergreikistjörnunni geta þeir notað staðsetningu þess á yfirborðinu til að gera hæðarkort af þeim svæðum sem geimfarið náði ekki að gera nákvæmar mælingar á.
Vísindi Plútó Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira