Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2017 16:29 Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014. Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira