Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 3. október 2017 19:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24