Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 19:15 45 milljóna punda verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni truflar hann ekkert þrátt fyrir erfiða byrjun Everton á tímabilinu. Gylfi verður í eldlínunni með strákunum okkar í Tyrklandi á föstudaginn. Íslenska landsliðið æfði í síðasta sinn í summarleyfisdvalaborginni Antalya í morgun en liðið flaug til Eskisehir klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en þar fer leikurinn gegn Tyrklandi fram á föstudagskvöldið. Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar mega búast við algjörri sturlun á leikdegi en þeir hafa upplifað tyrkneska brjálæðið áður því hér voru þeir fyrir tveimur árum síðan. „Þessar mínútur gætu reynst okkur mjög dýrmætar. Það var góð reynsla sem við fengum þá. Í heildina eru flestir okkar leikmenn vanir því að spila undir mikilli pressu og spila mikilvæga leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta. Það er bara skemmtilegra að spila fyrir framan brjálaða áhorfendur í mikilli stemningu,“ segir Gylfi. Gylfi Þór er sjálfur í góðu formi enda búinn að spila mikið fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni. Lífið í Bítlaborginni hefur þó ekki farið af stað eins og hann hefði óskað sér. Liðið vinnur varla leik þessa dagana. „Þetta er búið að vera öðruvísi en maður bjóst við. Það er mikið af nýjum leikmönnum og hópurinn sterkur og góður. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að falla með okkur. Ég held að það sé ekkert mikið sem við þurfum að bæta en það eru einhverjir hlutir sem þurfa að breytast bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum. Ég hef séð hlutina svartari en þetta. Við náum alveg að snúa þessu við,“ segir hann. Gylfi var keyptur fyrir 45 milljónir punda og er auðvitað til mikils ætlast af honum. Þegar illa gengur eru margir fljótir að snúast gegn þeim sem áður hétu snillingar en hvorki verðmiðinn né umræðan truflar íslenska landsliðsmanninn. „Ég les rosalega lítið fréttirnar. Ég kemst hvað helst nálægt þeim þegar ég fer í viðtöl. Ég er lítið að spá í þessu. Ég hugsa algjörlega bara um að spila fótbolta og reyna að standa mig þar. Ég held að maður yrði bara brjálaður ef maður væri alltaf að lesa blöðin eða netsíðurnar. Ég reyni að sleppa því bara,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
45 milljóna punda verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni truflar hann ekkert þrátt fyrir erfiða byrjun Everton á tímabilinu. Gylfi verður í eldlínunni með strákunum okkar í Tyrklandi á föstudaginn. Íslenska landsliðið æfði í síðasta sinn í summarleyfisdvalaborginni Antalya í morgun en liðið flaug til Eskisehir klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en þar fer leikurinn gegn Tyrklandi fram á föstudagskvöldið. Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar mega búast við algjörri sturlun á leikdegi en þeir hafa upplifað tyrkneska brjálæðið áður því hér voru þeir fyrir tveimur árum síðan. „Þessar mínútur gætu reynst okkur mjög dýrmætar. Það var góð reynsla sem við fengum þá. Í heildina eru flestir okkar leikmenn vanir því að spila undir mikilli pressu og spila mikilvæga leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta. Það er bara skemmtilegra að spila fyrir framan brjálaða áhorfendur í mikilli stemningu,“ segir Gylfi. Gylfi Þór er sjálfur í góðu formi enda búinn að spila mikið fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni. Lífið í Bítlaborginni hefur þó ekki farið af stað eins og hann hefði óskað sér. Liðið vinnur varla leik þessa dagana. „Þetta er búið að vera öðruvísi en maður bjóst við. Það er mikið af nýjum leikmönnum og hópurinn sterkur og góður. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að falla með okkur. Ég held að það sé ekkert mikið sem við þurfum að bæta en það eru einhverjir hlutir sem þurfa að breytast bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum. Ég hef séð hlutina svartari en þetta. Við náum alveg að snúa þessu við,“ segir hann. Gylfi var keyptur fyrir 45 milljónir punda og er auðvitað til mikils ætlast af honum. Þegar illa gengur eru margir fljótir að snúast gegn þeim sem áður hétu snillingar en hvorki verðmiðinn né umræðan truflar íslenska landsliðsmanninn. „Ég les rosalega lítið fréttirnar. Ég kemst hvað helst nálægt þeim þegar ég fer í viðtöl. Ég er lítið að spá í þessu. Ég hugsa algjörlega bara um að spila fótbolta og reyna að standa mig þar. Ég held að maður yrði bara brjálaður ef maður væri alltaf að lesa blöðin eða netsíðurnar. Ég reyni að sleppa því bara,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn