Doktor segir fylgið geta færst mikið til á milli flokka Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 12:45 Það styttist í kosningar. Vísir/Vilhelm Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgi flokkanna geta tekið töluverðum breytingum fram að kosningum og þá sérstaklega vinstra megin við miðjuna. Þar hafi kjósendur úr fleiri flokkum að velja og rannsóknir sýni að þeir séu líka viljugri til að refsa flokkum en stuðningsmenn flokka hægra megin við miðjuna.Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrði töluverð breyting á samsetningu flokka á Alþingi ef kosið yrði í dag. Aðeins einn möguleiki yrði á myndun tveggja flokka stjórnar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, sem sameiginlega fengju 35 þingmenn eins og þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar. Einnig yrðu möguleikar á myndun annars konar stjórna. Eva H. Önnudóttir nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir landslagið á þingi geta breyst miðað við þessa könnun. „Það sem virðist vera að gerast núna er ákveðin pólarisering í flokkakerfinu. Þá á ég við stóraukið fylgi Vinstri grænna á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur nokkurn veginn sínu en er kannski aðeins að minnka. Þannig að við sjáum þarna tvo flokka á sinn hvorum endanum,“ segir Eva.Eva H. Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Á sama tíma sé útlit fyrir að Björt framtíð og Viðreisn komi ekki fólki á þing en tveir nýir flokkar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins nái inn mönnum. Miðað við þessa niðurstöðu telur Eva meiri möguleika á að Vinstri græn veldu að fara í stjórn með Pírötum og Samfylkingu en með Sjálfstæðisflokknum þótt erfitt sé að spá fyrir um það nú. „En ég held að baklandið í kannski báðum flokkunum og sérstaklega hjá Vinstri grænum myndi ekki hugnast að þessir tveir flokkar yrðu saman í ríkisstjórn. Jafnvel þótt það sé mögulega eina tveggja flokka stjórnin. Þannig að mér finnst það frekar ólíklegt þótt maður viti ekki hvað gerist síðan,“ segir Eva. Samkvæmt kosningarannsóknum hefur flokkshollusta minnkað á undanförnum áratugum og enn er töluverður hópur óákveðinn og svo er kosningabaráttan öll fram undan, þannig að margt gæti breyst fram að kjördegi. „Já ég held sérstaklega á vinstri vængnum. Tölur sýna líka að það er meiri flokkshollusta á hægri vængnum. Þar eru líka færri flokkar um að velja. Á meðan þeir sem kjósa vinstri flokkanna eru minna flokkshollir. Þeir eru tilbúnari að refsa sínum flokkum og þeir hafa náttúrlega líka fleiri valkosti. Þannig að ég held að það geti orðið töluverð hreyfing út frá miðju til vinstri en kannski minna hinum megin við, það er hægra megin. Miðað við flokkshollustu og trygglyndi kjósendanna.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30