Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2017 06:00 Katalónar hyggjast lýsa yfir sjálfstæði innan nokkurra daga. vísir/afp Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu á Spáni, sagði í gær að héraðið myndi lýsa yfir sjálfstæði innan 48 klukkustunda eftir að öll atkvæði í kosningum sunnudagsins hefðu verið talin. Hann býst við að það gerist um eða eftir helgi. Kosningarnar eru umdeildar en Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram. Héraðsstjórnin hélt hins vegar ótrauð áfram og var spænska lögreglan send til héraðsins. Átök brutust út og særðust nærri 900 í átökum við lögreglu. Níutíu prósent atkvæða féllu sjálfstæði í vil en kjörsókn var rúm fjörutíu prósent. Katalónar héldu áfram mótmælum í gær og beindist reiðin nú að Filippusi sjötta Spánarkonungi sem sagði á þriðjudag að leiðtogar Katalóníu hefðu, með því að halda kosningarnar, svívirt yfirvöld og brotið lýðræðislegar hefðir. Óljóst er hvort Katalónía verði sjálfstæð í bráð og nærri öruggt er að Spánverjar munu ekki samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingu Puigdemont-stjórnarinnar. Það er þó áhugavert að skoða hvort Katalónía hafi burði til þess að standa sjálfstæð. Í úttekt BBC í gær kemur fram að Katalónar hafi sitt eigið tungumál, fána, leiðtoga og þing. Þá eru Katalónar með sína eigin lögreglu, fjarskiptastofnun, sína eigin ræðismenn erlendis, skóla og heilbrigðisstofnanir. Hins vegar skortir landamæragæslu, tollgæslu, sendiráð, varnarlið, seðlabanka og margt fleira. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum öðrum héröðum Spánar. Eitt helsta slagorð katalónskra sjálfstæðissinna er „Madríd rænir okkur“ og vísar til þess að Katalónía greiðir meira til spænska ríkisins en samanlagt virði þess sem Katalónar fá frá ríkinu er. Alls greiða Katalónar um tíu milljarða evra, andvirði 12 billjóna króna, meira til Spánar en þeir fá. Þó er viðbúið að stór hluti mismunarins myndi fara í að koma upp innviðum í sjálfstæðri Katalóníu. Ferðaþjónusta í Katalóníu er sterk sömuleiðis en átján af þeim 75 ferðamönnum sem heimsækja Spán heimsækja Katalóníu og stendur hún þar fremst í flokki á meðal spænskra héraða. Þýðir það að 24 prósent ferðamanna heimsækja Katalóníu en Katalónar eru sextán prósent Spánverja. Á móti sjálfstæðri Katalóníu vinnur sú staðreynd að héraðið skuldar 77 milljarða evra sem samsvarar 35,4 prósentum af vergri landsframleiðslu héraðsins. Þar af skuldar Katalónía Spánverjum 52 milljarða evra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira