Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Ef VG og Sjálfstæðisflokkurinn tækju ákvörðun um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum, yrði sú stjórn með 35 manna meirihluta. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Það yrði eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem hægt væri að mynda. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að verulegar breytingar verða á Alþingi eftir kosningar. Það þýðir að allt aðrir kostir á myndun meirihlutastjórnar yrðu í stöðunni. Auk tveggja flokka stjórnar með Sjálfstæðisflokki, gæti VG myndað þriggja flokka stjórn með Pírötum og Samfylkingunni með 35 þingmenn að baki sér. Vinstri græn gætu líka myndað þriggja flokka stjórnir með Miðflokknum og Pírötum eða Miðflokknum og Samfylkingunni. Aðrar þriggja flokka stjórnir eru ekki inni í myndinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði vaxtalækkun Seðlabankans og ríkisfjármálastefnuna að umtalsefni á Facebook í gær. Það vekur athygli Bjarna að Seðlabankinn telur ekki ástæðu til að gera ráð fyrir róttækum breytingum á ríkisfjármálum. „Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum,“ segir Bjarni. Formaður VG hafi ítrekað kallað ríkisfjármálastefnuna sem fylgt hefur verið undanfarið sveltistefnu. Það séu stór orð. „Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda. Samfylkingin hefur talað á svipuðum nótum,“ segir Bjarni. Það sé því róttæk vinstri breyting í kortunum.Aðferðin Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var í Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku ekki afstöðu til flokka sögðust 9 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 11 prósent sögðust óákveðin en 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30