Fengu leyfi til að byggja nýtt hús í stað veggjatítluhússins eftir miklar tafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 10:46 Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla veit enn ekki hvenær hann getur rifið húsið og byrjað að byggja nýtt. Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla sagði í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi verið mjög svifaseinn að afgreiða málið. Þau hafa nú fengið leyfi til byggingar á nýju húsi en þurfa fyrst að fara í gegnum grenndarkynningu. Ingvar og eiginkona hans Anna Gyða ákváðu að láta rífa húsið og byggja steinhús á sama stað eftir að kom í ljós að húsið væri óíbúðarhæft vegna veggjatítla og myglu. Hjónin fluttu út úr húsinu í apríl með börnin sín þrjú, það yngsta var þá sjö vikna.Vesen frá upphafi „Þetta hefur eiginlega verið vesen alveg frá upphafi,“ segir Ingvar sem gagnrýnir hversu langan tíma þetta hefur tekið. Hann segir að þau hafi ekki sótt um að byggja eitthvað nýtískuhús eða neitt í þá áttina og það hafi aldrei verið í myndinni. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús,“ sagði Ingvar í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. „Við höfum alltaf talað um, og fórum á fund með byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, að byggja steinhús í anda 1920, 1930, sem eru gamaldags með gamaldags gluggum,“ segir Ingvar. „Þá í rauninni byrjar allt vesenið, þá erum við komin inn í þetta kerfi,“ segir Ingvar í Bítinu.Ítrekað dregið Þau reyndu að fá forgang eða flýtimeðferð en þar sem þau þurftu að fara í gegnum deiliskipulag og fleira hefur ferlið tekið langan tíma. Ingvar segir að Hafnarfjarðabær hafi dregið það ítrekað að klára þetta mál. „Þetta er lítið hús og við vildum fá aðeins stærra og það sem við horfðum á er að það er búið að breyta svo mörgum húsum í götunni.“ Húsið sem Ingvar sótti um að fá að byggja var örlítið hærra en samt innan viðmiða um nýtingu á lóðum. „Við sendum inn í enda júlí breytingu um deiliskipulag sem er tekið fyrir í byrjun ágúst og þeir segja að það sé of stórt í fermetrum.“ Ingvari var sagt að það tengdist því að hækkunin væri of mikil og þá lækkuðu þau tillöguna strax og sendu aftur inn.Komin með leyfi „Þá var það ekki tekið fyrir á næsta fundi og okkur sagt að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að taka þetta fyrir.“ Málið var því ekki tekið fyrir fyrr en í september, þau fengu leyfið en fengu þau samt ekki leyfi fyrir því að byggja bílskúr við það. Ingvar segir að þetta hafi verið dregið í meira en tvo mánuði. „Við erum nú komin með þetta en í næstu viku fer þetta fyrir grenndarkynningu og þá er spurning hvað verður sett mikið af athugasemdum út á þetta frá nágrönnum og öðrum, það er allt tekið fyrir í þessu kerfi.“ Ingvar og fjölskylda vita því ekki hvenær hægt verður að rífa veggjatítluhúsið og byrja að byggja nýja húsið sem þau fengu leyfi fyrir að byggja. Á meðan dvelja þau í leiguíbúð.Viðtalið við Ingvar í Bítinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan: Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Ingvar Arason húsasmiður og eigandi húss sem var dæmt ónýtt vegna veggjatítla sagði í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun að Hafnarfjarðarbær hafi verið mjög svifaseinn að afgreiða málið. Þau hafa nú fengið leyfi til byggingar á nýju húsi en þurfa fyrst að fara í gegnum grenndarkynningu. Ingvar og eiginkona hans Anna Gyða ákváðu að láta rífa húsið og byggja steinhús á sama stað eftir að kom í ljós að húsið væri óíbúðarhæft vegna veggjatítla og myglu. Hjónin fluttu út úr húsinu í apríl með börnin sín þrjú, það yngsta var þá sjö vikna.Vesen frá upphafi „Þetta hefur eiginlega verið vesen alveg frá upphafi,“ segir Ingvar sem gagnrýnir hversu langan tíma þetta hefur tekið. Hann segir að þau hafi ekki sótt um að byggja eitthvað nýtískuhús eða neitt í þá áttina og það hafi aldrei verið í myndinni. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús,“ sagði Ingvar í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. „Við höfum alltaf talað um, og fórum á fund með byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, að byggja steinhús í anda 1920, 1930, sem eru gamaldags með gamaldags gluggum,“ segir Ingvar. „Þá í rauninni byrjar allt vesenið, þá erum við komin inn í þetta kerfi,“ segir Ingvar í Bítinu.Ítrekað dregið Þau reyndu að fá forgang eða flýtimeðferð en þar sem þau þurftu að fara í gegnum deiliskipulag og fleira hefur ferlið tekið langan tíma. Ingvar segir að Hafnarfjarðabær hafi dregið það ítrekað að klára þetta mál. „Þetta er lítið hús og við vildum fá aðeins stærra og það sem við horfðum á er að það er búið að breyta svo mörgum húsum í götunni.“ Húsið sem Ingvar sótti um að fá að byggja var örlítið hærra en samt innan viðmiða um nýtingu á lóðum. „Við sendum inn í enda júlí breytingu um deiliskipulag sem er tekið fyrir í byrjun ágúst og þeir segja að það sé of stórt í fermetrum.“ Ingvari var sagt að það tengdist því að hækkunin væri of mikil og þá lækkuðu þau tillöguna strax og sendu aftur inn.Komin með leyfi „Þá var það ekki tekið fyrir á næsta fundi og okkur sagt að það væri svo mikið að gera að það væri ekki hægt að taka þetta fyrir.“ Málið var því ekki tekið fyrir fyrr en í september, þau fengu leyfið en fengu þau samt ekki leyfi fyrir því að byggja bílskúr við það. Ingvar segir að þetta hafi verið dregið í meira en tvo mánuði. „Við erum nú komin með þetta en í næstu viku fer þetta fyrir grenndarkynningu og þá er spurning hvað verður sett mikið af athugasemdum út á þetta frá nágrönnum og öðrum, það er allt tekið fyrir í þessu kerfi.“ Ingvar og fjölskylda vita því ekki hvenær hægt verður að rífa veggjatítluhúsið og byrja að byggja nýja húsið sem þau fengu leyfi fyrir að byggja. Á meðan dvelja þau í leiguíbúð.Viðtalið við Ingvar í Bítinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45