Fyrirtækið á bakvið óhræddu stúlkuna sakað um launamisrétti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 11:39 Stúlkan, sem var sett upp á móti nauti Wall Street, átti að tákna framtíðina og vekja athygli á launamun kynjanna. Vísir/Getty Fyrirtækið State Street Global Advisors, sem lét setja upp styttu af óhræddri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street, þarf að borga fimm milljónir dollara vegna launamisréttis. Vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sakað fyrirtækið um að borga hundruðum kvenkyns yfirmönnum lægri laun en karlkyns jafnokum þeirra. Styttan af stúlkunni var reist í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og átti hún að vekja athygli á launamun kynjanna. Fyrirtækið hefur neitað ásökunum um að laun hafi ekki verið jöfn og segist vilja binda endi á málið.Lægri laun til kvenna og svartra Fyritækið mun borga tiltekna upphæð samkvæmt samkomulagi til yfir 300 hátt settra kvenkyns starfsmanna sem fengu lægri laun en karlar í sömu stöðum. Samkomulagið tekur einnig til áskana um að fyrirtækið hafi borgað 15 svörtum starfsmönnum lægri laun en hvítum jafningjum þeirra. Þegar styttunni af Óhræddu stúlkunni var komið upp sagði fyrirtækið að hún ætti að tákna framtíðina. Í kjölfar þess að styttan var sett upp krafðist Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði nautið fræga, að styttan yrði fjarlægð. Borgaryfirvöld í New York hafa hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018. Tengdar fréttir Vill óhræddu stúlkuna burt Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. 12. apríl 2017 15:29 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið State Street Global Advisors, sem lét setja upp styttu af óhræddri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street, þarf að borga fimm milljónir dollara vegna launamisréttis. Vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sakað fyrirtækið um að borga hundruðum kvenkyns yfirmönnum lægri laun en karlkyns jafnokum þeirra. Styttan af stúlkunni var reist í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og átti hún að vekja athygli á launamun kynjanna. Fyrirtækið hefur neitað ásökunum um að laun hafi ekki verið jöfn og segist vilja binda endi á málið.Lægri laun til kvenna og svartra Fyritækið mun borga tiltekna upphæð samkvæmt samkomulagi til yfir 300 hátt settra kvenkyns starfsmanna sem fengu lægri laun en karlar í sömu stöðum. Samkomulagið tekur einnig til áskana um að fyrirtækið hafi borgað 15 svörtum starfsmönnum lægri laun en hvítum jafningjum þeirra. Þegar styttunni af Óhræddu stúlkunni var komið upp sagði fyrirtækið að hún ætti að tákna framtíðina. Í kjölfar þess að styttan var sett upp krafðist Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði nautið fræga, að styttan yrði fjarlægð. Borgaryfirvöld í New York hafa hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018.
Tengdar fréttir Vill óhræddu stúlkuna burt Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. 12. apríl 2017 15:29 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vill óhræddu stúlkuna burt Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. 12. apríl 2017 15:29