„Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2017 20:00 Helgi Hrafn Gunnarsson er oddiviti Pírata í Reykjavík. Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira