Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins 6. október 2017 20:42 Jón Daði var ótrúlegur í kvöld. vísir/eyþór Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. Íslenska liðið átti frábæran leik, í heild sinni, en Jón Daði Böðvarsson var valinn maður leiksins af Vísi. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn. Byrjunarlið: Hannes Þór Halldórsson, markvörður 9 Þurfi ekki að verja mikið en var svakalega öruggur í öllum sínum aðgerðum og réði ríkjum í teignum. Flottur í loftinu og sparkaði vel. Varði einu sinni stórkostlega.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 9 Fór ekki mikið fyrir honum í sóknarleiknum en varðist að vanda virkilega vel.Kári Árnason, miðvörður 9 Virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Heimi að setja Kára aftur inn. Yfirvegun, reynsla og pakkaði saman turnunum frammi há Tyrkjum með Ragga. Bætti svo um betur og skoraði mark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Samvinna hans og Kára algjörlega mögnuð. Framherjar Tyrkja lítur út eins og byrjendur í höndunum á Ragga og Kára.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 9 Traustur í vinstri bakverðinum og losaði boltann vel frá sér. Hæð hans nýtist vel í uppstilltum sóknaratriðum eins og sást í fyrsta marki Íslands.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Var áræðinn fram á við í fyrri hálfleik, gaf góðar sendingar og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í mótsleik fjögur ár. Hrikalega duglegur og flottur að verjast.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Svona ekta leikur frá fyrirliðanum. Sat bara fyrir framan vörnina og borðaði allt sem kom inn á hans svæði léttilega. Skilaði boltanum svo frábærlega frá sér. Tekinn snemma út af vegna meiðsla.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Frábær á miðjunni með Aroni eins og alltaf. Þeim leið vel að vera komnir aftur saman tveir á miðjuna. Geggjaðar spyrnur og hljóp úr sér lungun eins og alltaf.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Byrjaði ekki vel með nokkrar lélegar sendingar en vann á. Bjargaði tvisvar frábærlega í teignum og skoraði gott mark.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Kom ekki mikið við sögu í fyrri hálfleik en tók vel á móti boltanum og færði ró yfir spilið þegar að hann fékk boltann.Jón Daði Böðvarsson, framherji 10 - maður leiksins Vinnuhesturinn magnaði átti sinn besta landsleik. Hljóp úr sér lifur og lungu, pressaði á frábæran hátt og lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleik. Algjörlega mögnuð frammistaða.Varamenn:Sverrir Ingi Ingason 7 - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 65. mínútu) Skilaði sínu.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 78. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 82. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira