Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 20:42 Benedikt ávarpaði fylgismenn Viðreisnar á kosningahátíð flokksins í dag. Viðreisn „Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum. Kosningar 2017 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum.
Kosningar 2017 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira