Demetrious Johnson með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. október 2017 06:09 Demetrious Johnson klárar Ray Borg í 5. lotu. Vísir/Getty UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
UFC 216 fór fram í nótt í Las Vegas. Demetrious Johnson átti enn eina frábæru frammistöðuna og Tony Ferguson nældi sér í belti. Tony Ferguson mætti Kevin Lee í aðalbardaga kvöldsins á UFC 216 í nótt. Barist var upp á bráðabirgðarbelti UFC í léttvigtinni. Conor McGregor er ríkjandi léttvigtarmeistari UFC en þar sem hann er fjarri góðu gamni bjó UFC til svo kallaðan bráðabirgðartitil. Bardaginn byrjaði fjörlega og átti Kevin Lee frábæra fyrstu lotu. Það fjaraði síðan undan hjá honum og tók Tony Ferguson yfir bardagann þegar leið á. Kevin Lee, sem þekktur er fyrir góðar fellur, tók Ferguson niður í 3. lotu. Ferguson ógnaði vel af bakinu og náði Lee „triangle“ hengingu þegar tæp mínúta var eftir af 3. lotunni. Lee neyddist til þess að gefast upp og fagnaði Ferguson vel og innilega. Frábær sigur hjá Ferguson sem skoraði á léttvigtarmeistarann Conor McGregor að mæta sér eða láta beltið sitt af hendi. Kevin Lee var afar svekktur að leikslokum og sagði hann að niðurskurðurinn fyrir bardagann hefði verið erfiður. Hann hrósaði þó Ferguson í hástert eftir bardagann en mun hugsanlega fara upp í veltivigt í náinni framtíð. Þess má geta að Kevin Lee vigtaði sig inn 70 kg á föstudegi en var 84 kg í bardaganum í nótt að eigin sögn. Demetrious Johnson átti enn eina mögnuðu frammistöðuna þegar hann sigraði Ray Borg í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Johnson stjórnaði bardaganum frá upphafi til enda og náði Borg í eitt glæsilegasta uppgjafartak ársins í 5. lotu. Johnson lyfti Borg hátt til lofts og fleygði honum niður en á leiðinni niður nældi hann í höndina og kláraði með armlás. Þetta var sögulegur sigur Demetrious Johnson enda hans 11. titilvörn í UFC en það er met í bardagasamtökunum. Fluguvigtarmeistarinn hefur nú klárað sjö af ellefu titilbardögum sínum og er einfaldlega besti bardagamaður heims í dag. UFC 216 var ansi skemmtilegt kvöld en öll önnur úrslit má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. 7. október 2017 07:00