Lewis Hamilton vann í Japan | Vettel féll úr leik Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2017 06:27 Lewis Hamilton gerði svo gott sem út um titlbaráttuna í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er núna kominn með 59 stiga forskot á Sebastian Vettel á Ferrari í heimsmeistarakeppni ökumanna, þegar 100 stig eru eftir í pottinum í þeim fjórum keppnum sem nú er eftir. Hamilton er svo að segja kominn með aðra höndina á titilinn. Ferrari bíll Vettel var án vélarhlífar á ráslínunni þegar skammt var til keppni. Ferrari menn virtust ætla að eiga erfiða keppni eins og síðustu tvær keppnir. Svo virðist þó sem kerti hafi verið úr stað í vélinni og það hafi valdið smávægilegum gangtruflunum á leiðinni á ráslínuna. Martröð Ferrari heldur áfram. Á fyrsta hring hélt Hamilton forystunni nokkuð örugglega, Vettel hins vegar var máttlítill og missti mikið af bílum fram úr sér. Byrjunin var skelfileg fyrir Ferrari menn því Kimi Raikkonen sem ræsti 10. tapaði baráttunni um níunda sæti við Hulkenberg og þurfti að leita úr fyrir brautina og tapaði fjórum sætum við það. Öryggisbíllinn var kallaður út á öðrum hring þegar fjarlægja þurfti Toro Rosso bíl Carlos Sainz sem hafnaði í malargryfju eftir að Spánverjinn missti stjórn á bílnum. Öryggisbíllinn kom inn á fjórða hring. Vettel var kallaður inn til að hætta keppni strax á fimmta hring. Mikil vonbrigði fyrir Vettel og Ferrari menn. Marcus Ericsson keyrði sig út úr keppninni á níunda hring. Sauber bíllinn virtist einfaldlega skauta út í varnarvegg eftir mistök Ericsson. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang á brautinni á meðan bíll hans var fjarlægður. Ricciardo stal þriðja sætinu af Ocon á ráskaflanum í kjölfar þess að stafræna öryggisbílnum var aflétt. Bottas tók svo fjórða sætið af Ocon í kjölfarið.Sebastian Vettel hlýtur að eiga inni smá heppni eftir undanfarnar þrjár keppnir.Vísir/GettyRaikkonen sótti hart fram og gerði hvað hann gat til að halda uppi heiðri Ferrari í keppninni. Hann var orðinn sjötti þegar 20 hringir af 53 voru búnir. Hann hafði orðið 14. strax á fyrsta hring. Hann náði svo í fimmta sætið þegar Ocon tók þjónustuhlé á 21. hring. Bottas í fjórða sæti var þá maðurinn fyrir framan Raikkonen. Verstappen kom inn á 22. hring og tók mjúk dekk undir. Hann rétt hafði það af að koma út á undan Raikkonen. Hamilton kom svo inn á næsta hring og fékk einnig mjúk dekk undir. Bottas hleypti Hamilton fram úr sér á 30. hring og Hamilton gat nýtt sér auða braut. Ástandið varði í tvo hringi og Verstappen tapaði rúmum tveimur sekúndum á þessum grikk Mercedes liðsins. Bottas kom svo inn á 31. hring og tók ofur-mjúk dekk undir og kom út á undan Raikkonen sem tók fimmta sætið af Hulkenberg á 33. hring. Bilið á milli Raikkonen í fimmta sæti og Bottas í þvi fjórða var um 14 sekúndur þegar 35. hringjum var lokið. Bottas var að sækja að Ricciardo. Bottas var kominn innan við fimm sekúndum á eftir Ricciardo þegar 10 hringir voru eftir. Stafrænn öryggisbíll var lagður á brautina eftir að hægra framdekk Lance Stroll á Williams missti loft. Hann gat ekki skrölt inn á þjónustusvæði og því þeim stafræna beitt á meðan bíllinn var fjarlægður. Formúla Tengdar fréttir Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10 Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hamilton er núna kominn með 59 stiga forskot á Sebastian Vettel á Ferrari í heimsmeistarakeppni ökumanna, þegar 100 stig eru eftir í pottinum í þeim fjórum keppnum sem nú er eftir. Hamilton er svo að segja kominn með aðra höndina á titilinn. Ferrari bíll Vettel var án vélarhlífar á ráslínunni þegar skammt var til keppni. Ferrari menn virtust ætla að eiga erfiða keppni eins og síðustu tvær keppnir. Svo virðist þó sem kerti hafi verið úr stað í vélinni og það hafi valdið smávægilegum gangtruflunum á leiðinni á ráslínuna. Martröð Ferrari heldur áfram. Á fyrsta hring hélt Hamilton forystunni nokkuð örugglega, Vettel hins vegar var máttlítill og missti mikið af bílum fram úr sér. Byrjunin var skelfileg fyrir Ferrari menn því Kimi Raikkonen sem ræsti 10. tapaði baráttunni um níunda sæti við Hulkenberg og þurfti að leita úr fyrir brautina og tapaði fjórum sætum við það. Öryggisbíllinn var kallaður út á öðrum hring þegar fjarlægja þurfti Toro Rosso bíl Carlos Sainz sem hafnaði í malargryfju eftir að Spánverjinn missti stjórn á bílnum. Öryggisbíllinn kom inn á fjórða hring. Vettel var kallaður inn til að hætta keppni strax á fimmta hring. Mikil vonbrigði fyrir Vettel og Ferrari menn. Marcus Ericsson keyrði sig út úr keppninni á níunda hring. Sauber bíllinn virtist einfaldlega skauta út í varnarvegg eftir mistök Ericsson. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang á brautinni á meðan bíll hans var fjarlægður. Ricciardo stal þriðja sætinu af Ocon á ráskaflanum í kjölfar þess að stafræna öryggisbílnum var aflétt. Bottas tók svo fjórða sætið af Ocon í kjölfarið.Sebastian Vettel hlýtur að eiga inni smá heppni eftir undanfarnar þrjár keppnir.Vísir/GettyRaikkonen sótti hart fram og gerði hvað hann gat til að halda uppi heiðri Ferrari í keppninni. Hann var orðinn sjötti þegar 20 hringir af 53 voru búnir. Hann hafði orðið 14. strax á fyrsta hring. Hann náði svo í fimmta sætið þegar Ocon tók þjónustuhlé á 21. hring. Bottas í fjórða sæti var þá maðurinn fyrir framan Raikkonen. Verstappen kom inn á 22. hring og tók mjúk dekk undir. Hann rétt hafði það af að koma út á undan Raikkonen. Hamilton kom svo inn á næsta hring og fékk einnig mjúk dekk undir. Bottas hleypti Hamilton fram úr sér á 30. hring og Hamilton gat nýtt sér auða braut. Ástandið varði í tvo hringi og Verstappen tapaði rúmum tveimur sekúndum á þessum grikk Mercedes liðsins. Bottas kom svo inn á 31. hring og tók ofur-mjúk dekk undir og kom út á undan Raikkonen sem tók fimmta sætið af Hulkenberg á 33. hring. Bilið á milli Raikkonen í fimmta sæti og Bottas í þvi fjórða var um 14 sekúndur þegar 35. hringjum var lokið. Bottas var að sækja að Ricciardo. Bottas var kominn innan við fimm sekúndum á eftir Ricciardo þegar 10 hringir voru eftir. Stafrænn öryggisbíll var lagður á brautina eftir að hægra framdekk Lance Stroll á Williams missti loft. Hann gat ekki skrölt inn á þjónustusvæði og því þeim stafræna beitt á meðan bíllinn var fjarlægður.
Formúla Tengdar fréttir Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10 Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00
Lewis Hamilton á ráspól í Japan Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 7. október 2017 07:10
Hamilton: Hver einasti hringur var góður Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 7. október 2017 23:00