Systir Kim Jong-un fær aukin völd Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 09:50 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í svörtum frakka fyrir miðju á mynd. Systir hans, Kim Yo-jong, er önnur frá vinstri á myndinni, sem tekin er árið 2015. Vísir/AFP Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hefur veitt systur sinni, Kim Yo-jong, stöðuhækkun. Hún gegnir nú valdamikilli stöðu innan framkvæmdaráðs stjórnar Norður-Kóreu. The Guardian greinir frá. Þetta þykir benda til þess að Kim Yo-jong, sem er 28 ára gömul, hafi nú sambærileg ítök og föðursystir Kim Jong-un, Kim Kyong-hui, sem gegndi lykilstöðu við stjórn Norður-Kóreu þegar bróðir hennar og fyrrverandi leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sat við stjórnvölinn. „Nú sést að ferilskrá hennar og ítök eru mun yfirgripsmeiri en áður var talið og þetta ber enn frekari vott um völd Kim-fjölskyldunnar,“ sagði Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu við hinn bandaríska John Hopkins-háskóla, um tilfærslu Kim Yo-jong í starfi. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðstjórnar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Fjálmálaráðuneyti Bandaríkjanna setti Kim Yo-jong á „svartan lista“ í janúar á þessu ári, ásamt fleiri embættismönnum Norður-Kóreu, vegna „alvarlegra mannréttindabrota.“Sjá einnig: Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína Þá var utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho, veitt stöðuhækkun á sama tíma og Kim Yo-jong en hann hefur nú fullan atkvæðisrétt í framkvæmdaráðinu. Mikil spenna hefur ríkt á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna undanfarna mánuði vegna tíðra eldflaugatilrauna þeirra fyrrnefndu. Þjóðhöfðingjar beggja ríkja, Donald Trump og Kim Jong-un hafa báðir hótað að gereyðileggja ríki hvors annars. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-síðu sinni í gær að „aðeins eitt muni virka“ í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrði þó ekki nánar hvað í því felst. Hann sagði bandarísk stjórnvöld hafa átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“