Hudson deildi ljósmynd, sem virðist tekin í nýafstaðinni ferð hennar til Íslands, með fylgjendum sínum í gær. Á ljósmyndinni sést móta fyrir fólki í heitri laug undir heiðum himni en ekki kemur fram hvar á landinu myndin er tekin.
„Ísland, þú hefur tekið okkur opnum örmum. Fegurð þessa lands er ótrúleg,“ skrifar Hudson við myndina og til að láta í ljós frekara þakklæti bætir hún við „takk“ á íslensku. Þá lýkur hún færslunni með tilvitnun í Radhanath Swarmi og dásamar þar „Móður náttúru.“
Kate Hudson skaust fyrst upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu í kvikmyndinni Almoust Famous en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Þá hefur hún farið með hlutverk í töluverðum fjölda gamanmynda með rómantísku ívafi en þar ber helst að nefna How to Lose a Guy in 10 Days, You, Me and Dupree og Fool‘s Gold.
Instagram-færslu Hudson má sjá hér að neðan.