Leitarvélar finna barnapíutæki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira